Mögulegt að lagaleg einsleitni ESB víki fyrir sérlausnum Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2016 16:30 David Cameron hefur haft efasemdir um veru Bretlands í ESB en nú hefur hann stigið fram og segist ætla að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Bretar verði áfram aðilar að sambandinu. Vísir/Hörður Sveinsson/AFP „Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif á grundvallarþróun bandalagsins en þetta hnykkir á þeirri stöðu að Bretar hafa nú það sem menn kalla „sérstaka stöðu“ innan Evrópusambandsins,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor aðspurður um hvaða áhrif samningurinn um breytta aðildarskilmála Bretlands komi til með að hafa á þróun ESB. Eiríkur segir að það sé ef til vill skýrara en áður að það séu Þjóðverjar, Frakkar og meginlandsríkin sem „stýri þessari skútu, en að Bretar séu enn um borð og taki þátt þó að þeir stigi ögn lengra út á jaðarinn frá því sem áður var.“ Eiríkur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta gæti orðið til þess að einhver hinna 27 aðildarríkja sambandsins fari að líta til þátta í sínum aðildarsamningi sem þeir myndu vilja breyta og hugsanlega vilji fara fram á slíkt „þannig að Evrópusambandið einkennist jafnvel fremur af sérlausnum aðildarríkja heldur en að vera einsleitt í lagalegu tilliti eins og menn hafa leitast við að haga málum.“ Eiríkur segir fréttir gærdagsins og dagsins í dag auka líkurnar á að Bretar kjósi með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands. David Cameron forsætisráðherra tilkynnti í morgun að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands að sambandinu fari fram 23. júní næstkomandi. „David Cameron hefur haft efasemdir um veru Bretlands í Evrópusambandinu en nú stígur hann fram og ætlar að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Bretar verði áfram inni í Evrópusambandinu. Bretland er land með mjög rótgróna stjórnmálamenningu og þegar forystumennirnir og forsætisráðherrann tekur svo einarða afstöðu með veru Bretlands í Evrópusambandinu þá aukast líkur á að fólk fylgi þeirri línu. Hinn stóri flokkurinn [Verkamannaflokkurinn] er fylgjandi aðild Bretlands en Íhaldsflokkurinn er nú klofinn. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrifamenn innan hans munu stilla sér upp útgöngumegin. Nú þegar hafa nokkrir mjög áhrifamiklir leiðtogar flokksins verið þeim megin, en á meðan forsætisráðherrann og innsti kjarninn ætlar að berjast heilshugar, eins og hann orðaði það í morgun, fyrir veru Bretlands í bandalaginu þá er líklegra að þeir verði áfram. Skoðanakannanir benda þó til að þetta geti farið á hvorn veginn sem er,“ segir Eiríkur. Tengdar fréttir Bretar kjósa um framtíð sína í ESB þann 23. júní David Cameron segir að útganga Bretlands úr ESB myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi landsins. 20. febrúar 2016 13:12 Cameron mun gefa allt í baráttuna fyrir áframhaldandi aðild Bretlands að ESB Forsætisráðherrann breski sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands. 19. febrúar 2016 23:15 Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
„Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif á grundvallarþróun bandalagsins en þetta hnykkir á þeirri stöðu að Bretar hafa nú það sem menn kalla „sérstaka stöðu“ innan Evrópusambandsins,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor aðspurður um hvaða áhrif samningurinn um breytta aðildarskilmála Bretlands komi til með að hafa á þróun ESB. Eiríkur segir að það sé ef til vill skýrara en áður að það séu Þjóðverjar, Frakkar og meginlandsríkin sem „stýri þessari skútu, en að Bretar séu enn um borð og taki þátt þó að þeir stigi ögn lengra út á jaðarinn frá því sem áður var.“ Eiríkur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta gæti orðið til þess að einhver hinna 27 aðildarríkja sambandsins fari að líta til þátta í sínum aðildarsamningi sem þeir myndu vilja breyta og hugsanlega vilji fara fram á slíkt „þannig að Evrópusambandið einkennist jafnvel fremur af sérlausnum aðildarríkja heldur en að vera einsleitt í lagalegu tilliti eins og menn hafa leitast við að haga málum.“ Eiríkur segir fréttir gærdagsins og dagsins í dag auka líkurnar á að Bretar kjósi með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands. David Cameron forsætisráðherra tilkynnti í morgun að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands að sambandinu fari fram 23. júní næstkomandi. „David Cameron hefur haft efasemdir um veru Bretlands í Evrópusambandinu en nú stígur hann fram og ætlar að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Bretar verði áfram inni í Evrópusambandinu. Bretland er land með mjög rótgróna stjórnmálamenningu og þegar forystumennirnir og forsætisráðherrann tekur svo einarða afstöðu með veru Bretlands í Evrópusambandinu þá aukast líkur á að fólk fylgi þeirri línu. Hinn stóri flokkurinn [Verkamannaflokkurinn] er fylgjandi aðild Bretlands en Íhaldsflokkurinn er nú klofinn. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrifamenn innan hans munu stilla sér upp útgöngumegin. Nú þegar hafa nokkrir mjög áhrifamiklir leiðtogar flokksins verið þeim megin, en á meðan forsætisráðherrann og innsti kjarninn ætlar að berjast heilshugar, eins og hann orðaði það í morgun, fyrir veru Bretlands í bandalaginu þá er líklegra að þeir verði áfram. Skoðanakannanir benda þó til að þetta geti farið á hvorn veginn sem er,“ segir Eiríkur.
Tengdar fréttir Bretar kjósa um framtíð sína í ESB þann 23. júní David Cameron segir að útganga Bretlands úr ESB myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi landsins. 20. febrúar 2016 13:12 Cameron mun gefa allt í baráttuna fyrir áframhaldandi aðild Bretlands að ESB Forsætisráðherrann breski sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands. 19. febrúar 2016 23:15 Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Bretar kjósa um framtíð sína í ESB þann 23. júní David Cameron segir að útganga Bretlands úr ESB myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi landsins. 20. febrúar 2016 13:12
Cameron mun gefa allt í baráttuna fyrir áframhaldandi aðild Bretlands að ESB Forsætisráðherrann breski sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands. 19. febrúar 2016 23:15
Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46