Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 19:00 Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins verði nýtt frumvarp að lögum. Vísir/Daníel Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02
Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24