Þriggja ára fangelsi fyrir Landsbankaránið Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Ármannsson skrifa 25. febrúar 2016 11:47 Frá vettvangi ránsins í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotist inn í Landsbankann í Borgartúni í desember síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í gær en þeir játuðu brot sitt fyrir dómi. Báðir voru með andlitið hulið og klæddir hettupeysu, Ólafur Ingi með eftirlíkingu af skammbyssu og Jóel Maron með hníf. Ógnaði Ólafur gjaldkera með byssunni og tók peninga úr sjóðsvél sem gjaldkerinn neyddist til að opna.Sjá einnig: Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Til undirbúnings ráninu höfðu þeir tekið sendibifreið ófrjálsri hendi og komu á henni að bankanum. Þeir skildu bifreiðina eftir í gangi og óku á brott eftir ránið. Þeir földu síðar ránsfenginn og reyndu á annan hátt að dylja slóð sína. Lögreglan hóf þegar umfangsmikla eftirgrennslan og var myndum af ræningjunum dreift. Ábendingar bárust um að ákærðu kynnu að hafa verið að verki. Þeir gáfu sig svo fram við lögreglu að tilstuðlan aðstandenda sinna um miðnætti sama dag og ránið var framið. Þá vísuðu þeir á ránsfenginn sem komst til skila.Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/EgillMennirnir höfðu á brott með sér 558 þúsund íslenskar krónur, 1080 evrur, 10 þúsund japönsk jen, 500 danskar krónur og 20 pund, alls rúmlega 700 þúsund krónur. Útibúinu var lokað eftir ránið og viðskiptavinum og starfsfólki boðin áfallahjálp. Sjá einnig: Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl Jóel Maron var með hreint sakarvottorð en Ólafur Ingi átti að baki þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Sendibifreiðin sem þeir flúðu á eftir ránið var í eigu Hverafoldar bakarís en þeir höfðu rænt henni í Hafnarfirði fyrr um daginn. Í viðtali við Vísi greindi Jarek Kuczynski, eigandi bakarísins, frá því að hann hafi tilkynnt að bílnum hefði verið stolið og stuttu síðar fengið þær fréttir frá lögreglu að hann hefði verið notaður í bankaráni. Bíllinn var skilinn eftir í Barmahlíð í Reykjavík og hófst umfangsmikil leit að þeim í Öskjuhlíðunni, þar sem meðal annars var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Alls voru fimm manns handteknir við rannsókn málsins. Tengdar fréttir Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57 Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29 Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34 Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotist inn í Landsbankann í Borgartúni í desember síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í gær en þeir játuðu brot sitt fyrir dómi. Báðir voru með andlitið hulið og klæddir hettupeysu, Ólafur Ingi með eftirlíkingu af skammbyssu og Jóel Maron með hníf. Ógnaði Ólafur gjaldkera með byssunni og tók peninga úr sjóðsvél sem gjaldkerinn neyddist til að opna.Sjá einnig: Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Til undirbúnings ráninu höfðu þeir tekið sendibifreið ófrjálsri hendi og komu á henni að bankanum. Þeir skildu bifreiðina eftir í gangi og óku á brott eftir ránið. Þeir földu síðar ránsfenginn og reyndu á annan hátt að dylja slóð sína. Lögreglan hóf þegar umfangsmikla eftirgrennslan og var myndum af ræningjunum dreift. Ábendingar bárust um að ákærðu kynnu að hafa verið að verki. Þeir gáfu sig svo fram við lögreglu að tilstuðlan aðstandenda sinna um miðnætti sama dag og ránið var framið. Þá vísuðu þeir á ránsfenginn sem komst til skila.Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/EgillMennirnir höfðu á brott með sér 558 þúsund íslenskar krónur, 1080 evrur, 10 þúsund japönsk jen, 500 danskar krónur og 20 pund, alls rúmlega 700 þúsund krónur. Útibúinu var lokað eftir ránið og viðskiptavinum og starfsfólki boðin áfallahjálp. Sjá einnig: Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl Jóel Maron var með hreint sakarvottorð en Ólafur Ingi átti að baki þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Sendibifreiðin sem þeir flúðu á eftir ránið var í eigu Hverafoldar bakarís en þeir höfðu rænt henni í Hafnarfirði fyrr um daginn. Í viðtali við Vísi greindi Jarek Kuczynski, eigandi bakarísins, frá því að hann hafi tilkynnt að bílnum hefði verið stolið og stuttu síðar fengið þær fréttir frá lögreglu að hann hefði verið notaður í bankaráni. Bíllinn var skilinn eftir í Barmahlíð í Reykjavík og hófst umfangsmikil leit að þeim í Öskjuhlíðunni, þar sem meðal annars var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Alls voru fimm manns handteknir við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57 Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29 Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34 Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57
Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30
Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29
Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34
Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34