Innlent

Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. Rannsókn málsins verður framhaldið, en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglu, og hefur annað þeirra játað.  Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag.

Maðurinn sem játaði aðild sína að ráninu gaf sig fram í gærkvöldi eftir myndbirtingar lögreglu. Alls hafa fimm verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum

Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn.

Ránið í Borgartúni upplýst að miklu leyti

Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×