Innlent

Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald. vísir/egill
Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag.

Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa báðir mennirnir játað aðild sína að ráninu og er rannsókn málsins langt komin.

Ekki fæst uppgefið hversu miklu mennirnir rændu og vísar Friðrik Smári í yfirlýsingu frá Landsbankanum sem send var í kjölfar ránsins þar sem upphæðin var sögð „óveruleg.“

Þá fengust þær upplýsingar frá bankanum að honum væri ekki heimilt að gefa upp hversu há fjárhæðin var sem ræningjarnir höfðu á brott, en ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð á gamlársdag.


Tengdar fréttir

Ránið í Borgartúni upplýst að miklu leyti

Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.