Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 12:29 Frá aðgerðum lögreglu í Landsbankanum í Borgartúni. vísir/vilhelm Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. „Það var svo hringt í alla viðskiptavini sem voru inni í útibúinu þegar ránið var framið og einhverjir hafa þegið áfallahjálp. Þá gáfum við líka upp símanúmer fyrir þá sem hlupu út úr bankanum þegar ránið var framið svo við höfum gert okkar besta til að ná til allra þeirra sem urðu vitni að þessu en ef við höfum ekki náð í alla þá má hafa samband við bankann hvenær sem er,“ segir Rúnar. Útibúinu var lokað vegna ránsins og opnaði ekki á gamlársdag eins og til hafði staðið en það opnaði núna á mánudaginn og hefur starfsemin verið með venjubundnum hætti nú í vikunni. „Við náttúrulega styðjum vel við bakið á okkar fólki og það er auðvitað fyrir mestu að það meiddist enginn,“ segir Rúnar. Rúnar segir að starfsfólk bankans hafi í einu og öllu farið eftir þeim öryggisferlum sem gilda og að það eigi mikið hrós skilið fyrir viðbrögð sín í erfiðum aðstæðum. Engu að síður sé nú verið að fara yfir öll öryggismál í bankanum eins og alltaf sé gert í kjölfar svona atburðar. Aðspurður vill Rúnar ekki gefa upp hversu miklu ræningjarnir stálu og segir að það sé gert í samráði við lögregluna að gefa ekki upp upphæð ránsfengsins. Þó hefur Landsbankinn gefið það út að upphæðin hafi verið óveruleg en allur ránsfengurinn fannst sama dag og ránið var framið. Tengdar fréttir Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. „Það var svo hringt í alla viðskiptavini sem voru inni í útibúinu þegar ránið var framið og einhverjir hafa þegið áfallahjálp. Þá gáfum við líka upp símanúmer fyrir þá sem hlupu út úr bankanum þegar ránið var framið svo við höfum gert okkar besta til að ná til allra þeirra sem urðu vitni að þessu en ef við höfum ekki náð í alla þá má hafa samband við bankann hvenær sem er,“ segir Rúnar. Útibúinu var lokað vegna ránsins og opnaði ekki á gamlársdag eins og til hafði staðið en það opnaði núna á mánudaginn og hefur starfsemin verið með venjubundnum hætti nú í vikunni. „Við náttúrulega styðjum vel við bakið á okkar fólki og það er auðvitað fyrir mestu að það meiddist enginn,“ segir Rúnar. Rúnar segir að starfsfólk bankans hafi í einu og öllu farið eftir þeim öryggisferlum sem gilda og að það eigi mikið hrós skilið fyrir viðbrögð sín í erfiðum aðstæðum. Engu að síður sé nú verið að fara yfir öll öryggismál í bankanum eins og alltaf sé gert í kjölfar svona atburðar. Aðspurður vill Rúnar ekki gefa upp hversu miklu ræningjarnir stálu og segir að það sé gert í samráði við lögregluna að gefa ekki upp upphæð ránsfengsins. Þó hefur Landsbankinn gefið það út að upphæðin hafi verið óveruleg en allur ránsfengurinn fannst sama dag og ránið var framið.
Tengdar fréttir Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00
Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45
Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35