Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Vísir/vilhelm „Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum. Borgunarmálið Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
„Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum.
Borgunarmálið Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent