Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2016 10:30 Viðar Örn Kjartansson er farinn til Svíþjóðar. vísir/afp Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, var á dögunum keyptur frá kínverska liðinu Jiangsu Suning til Malmö í Svíþjóð og landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen færði sig niður í B-deildina í Kína frá sama liði. Jiangsu ætlar sér stóra hluti á næstu árum og nýtti sér plássin sem opnuðust með brotthvarfi Íslendinga með því að kaupa sér tvær stjörnur fyrir fúlgur fjár. Suning byrjaði á því að borga 28 milljónir evra fyrir Ramires sem kom frá Chelsea og sló svo félagaskiptametið í Kína öðru sinni á örfáum dögum þegar það borgaði 50 milljónir evra fyrir Brasilíumanninn Alex Teixeira frá Shakhtar. „Peningarnir í kínverska fótboltanum eru endalausir og þeir eru vanir miklu hærri upphæðum en í flestum deildum í Evrópu. Þeir áttu mikinn pening fyrir en fyrir stuttu keypti nýtt fyrirtæki liðið og það er moldríkt,“ segir Viðar Örn um sitt gamla félag í viðtali við Fótbolti.net. Þjálfari Jiangsu er fyrrverandi rúmenski landsliðsmaðurinn Dan Petrescu og virðist sem svo að hann fái lítið að vita hverjir eru keyptir og seldir. „Ég bara vissi að það yrðu fengnir fullt af leikmönnum til Jiangsu. Þjálfarinn hafði ekki hugmynd um það og frétti það síðastur þegar ég var að fara. Hann hélt að ég yrði áfram en mér fannst ég þurfa að fara til Evrópu að spila,“ segir Viðar Örn. Peningarnir í kínverska boltanum virðast endalausir þessa stundina en félagaskiptametið var slegið fjórum sinnum á árinu og þar eru menn ekki hættir. Tim Cahill, landsliðsmaður Ástralíu sem spilar með Shanghai Shenhua, segir að það styttist í að kínverskt lið borgi 100 milljónir dollara fyrir leikmann. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, var á dögunum keyptur frá kínverska liðinu Jiangsu Suning til Malmö í Svíþjóð og landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen færði sig niður í B-deildina í Kína frá sama liði. Jiangsu ætlar sér stóra hluti á næstu árum og nýtti sér plássin sem opnuðust með brotthvarfi Íslendinga með því að kaupa sér tvær stjörnur fyrir fúlgur fjár. Suning byrjaði á því að borga 28 milljónir evra fyrir Ramires sem kom frá Chelsea og sló svo félagaskiptametið í Kína öðru sinni á örfáum dögum þegar það borgaði 50 milljónir evra fyrir Brasilíumanninn Alex Teixeira frá Shakhtar. „Peningarnir í kínverska fótboltanum eru endalausir og þeir eru vanir miklu hærri upphæðum en í flestum deildum í Evrópu. Þeir áttu mikinn pening fyrir en fyrir stuttu keypti nýtt fyrirtæki liðið og það er moldríkt,“ segir Viðar Örn um sitt gamla félag í viðtali við Fótbolti.net. Þjálfari Jiangsu er fyrrverandi rúmenski landsliðsmaðurinn Dan Petrescu og virðist sem svo að hann fái lítið að vita hverjir eru keyptir og seldir. „Ég bara vissi að það yrðu fengnir fullt af leikmönnum til Jiangsu. Þjálfarinn hafði ekki hugmynd um það og frétti það síðastur þegar ég var að fara. Hann hélt að ég yrði áfram en mér fannst ég þurfa að fara til Evrópu að spila,“ segir Viðar Örn. Peningarnir í kínverska boltanum virðast endalausir þessa stundina en félagaskiptametið var slegið fjórum sinnum á árinu og þar eru menn ekki hættir. Tim Cahill, landsliðsmaður Ástralíu sem spilar með Shanghai Shenhua, segir að það styttist í að kínverskt lið borgi 100 milljónir dollara fyrir leikmann.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira