Hinn látni var Kínverji um fertugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2016 15:11 Stuðlabergið í Reynisfjöru er vinstra megin á myndinni. Mikill munur er á flóði og fjöru hve langt sjórinn nær að berginu. Vísir Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö. Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö.
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48