Friðarsamkomulag upp á von og óvon Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Móðir flýr ásamt börnum sínum undan loftárásum stjórnarhersins á bæinn Kafr Batna, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus. nordicphotos/AFP „Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira