PSG fer með eins marks forskot til Lundúna | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 21:30 Zlatan Ibrahimovic fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30