Fótbolti

Beckenbauer sektaður af FIFA og fær aðvörun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Franz Beckenbauer hefur verið sektaður af siðanefnd FIFA og auk þess fengið aðvörðun fyrir að sýna ekki samstarf við spillingarrannsókn í tengslum við HM 2018 og HM 2022.

Útboðið á keppnunum fór fram samtímis og var Beckenbauer í hóppi þeirra 22 einstaklinga sem sátu í framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og réðu því hvaða lönd fengu keppnirnar.

Sjá einnig: Beckenbauer viðurkennir mistök

Beckenbauer var í júní síðastliðnum settur í skammtímabann frá afskiptum í knattspyrnumálum vegna málsins en það stóð yfir í 90 daga.

FIFA segir að Beckenbauer hafi ítrekað hunsað beiðnir rannsóknarnefndarinnar um aðstoð við rannsókn sína á útboðsferlinu. Hann hafi hvorki sýnt samstarf í viðtali né við skriflegum spurningum rannsakenda.

Siðanefnd FIFA hefur áður dæmt þá Sepp Blatter, forseta FIFA, og Michel Platini, forseta UEFA, í átta ára bann auk þess sem að fjöldi annarra hátt settra embættismanna úr knattspyrnuheiminum hefur verið refsað fyrir spillingarmál.


Tengdar fréttir

Beckenbauer viðurkennir mistök

Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×