Sókn Kúrda rekur fleyg á milli Bandaríkjanna og Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2016 22:42 Kúrdar í Sýrlandi mótmæltu því nýverið að fulltrúum þeirra hafi ekki verið boðið að taka þátt í viðræðum um frið í Sýrlandi. Vísir/AFP Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak. Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak.
Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35
Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52
Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15
Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40
Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23
Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05