Sókn Kúrda rekur fleyg á milli Bandaríkjanna og Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2016 22:42 Kúrdar í Sýrlandi mótmæltu því nýverið að fulltrúum þeirra hafi ekki verið boðið að taka þátt í viðræðum um frið í Sýrlandi. Vísir/AFP Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak. Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak.
Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35
Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52
Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15
Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40
Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23
Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05