Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 23:35 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira