Innlent

Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Lögreglan fann tvær konur eftir leit í Vík. Þær hafa stöðu þolenda mansals. Grunur leikur á vinnumansali.
Lögreglan fann tvær konur eftir leit í Vík. Þær hafa stöðu þolenda mansals. Grunur leikur á vinnumansali. Visir/Heiða
Karlmaður er í haldi lögreglu vegna gruns um mansal í Vík í Mýrdal. Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum í Vík í dag vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðaðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda.

Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en hefur ekki veitt neinar upplýsingar um málið.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.