Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2016 18:30 Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30