Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2016 18:30 Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30