Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2016 18:30 Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30