Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2016 15:00 Ingólfur Arnarson, sem sagður er fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt frásögn Landnámabókar. Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.35. Þar verða æskuslóðir fóstbræðranna í Noregi heimsóttar. Hér að ofan má sjá brot úr þættinum. Dalsfjörður er norðan við Sognfjörð, miðja vegu milli Björgvinjar og Álasunds. Þótt ekki séu til ritaðar heimildir um á hvaða bæ Ingólfur bjó hefur skapast sú hefð að telja hann vera frá Rivedal, eða Hrífudal, og þar var reist stytta af honum. „Það hefur alltaf verið sagt að Ingólfur Arnarson hafi komið héðan frá Hrífudal,“ segir Synnöve Rivedal, bóndi í Hrífudal, en hún tók við búskap af föður sínum, Arne Rivedal. Rætt er við þau feðginin við bautasteininn sem heimamenn segja að hafi verið reistur þegar Ingólfur sigldi brott.Ingólfur Arnarson horfir út Dalsfjörð í átt til Íslands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raktar eru ástæður þess að þeir Ingólfur og Hjörleifur hröktust úr Noregi, landnámsleiðangri þeirra lýst til Íslands og spurt hversvegna Ingólfur valdi Reykjavík en ekki Suðurland, eftir að hafa kannað sunnanvert landið. Þá er velt upp þeirri spurningu hvort þeir Ingólfur og Hjörleifur hafi í raun verið til eða hvort sagan um þá sé tilbúningur.Svona sér norski listamaðurinn Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlum sínum í Reykjavík árið 874.Teikning/Anders Kvåle Rue Menning Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Timberlake gengst við ölvunarakstri Lífið „Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Bíó og sjónvarp Chad McQueen er látinn Lífið „Sáu allar til þess að ég kæmist til manns, þeim á ég allt að þakka“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Lífið Ísland mun taka þátt í Eurovision Lífið Frumsýning á Vísi: Átta ára ferðalag kúreka norðursins Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Ingólfur Arnarson, sem sagður er fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt frásögn Landnámabókar. Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.35. Þar verða æskuslóðir fóstbræðranna í Noregi heimsóttar. Hér að ofan má sjá brot úr þættinum. Dalsfjörður er norðan við Sognfjörð, miðja vegu milli Björgvinjar og Álasunds. Þótt ekki séu til ritaðar heimildir um á hvaða bæ Ingólfur bjó hefur skapast sú hefð að telja hann vera frá Rivedal, eða Hrífudal, og þar var reist stytta af honum. „Það hefur alltaf verið sagt að Ingólfur Arnarson hafi komið héðan frá Hrífudal,“ segir Synnöve Rivedal, bóndi í Hrífudal, en hún tók við búskap af föður sínum, Arne Rivedal. Rætt er við þau feðginin við bautasteininn sem heimamenn segja að hafi verið reistur þegar Ingólfur sigldi brott.Ingólfur Arnarson horfir út Dalsfjörð í átt til Íslands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raktar eru ástæður þess að þeir Ingólfur og Hjörleifur hröktust úr Noregi, landnámsleiðangri þeirra lýst til Íslands og spurt hversvegna Ingólfur valdi Reykjavík en ekki Suðurland, eftir að hafa kannað sunnanvert landið. Þá er velt upp þeirri spurningu hvort þeir Ingólfur og Hjörleifur hafi í raun verið til eða hvort sagan um þá sé tilbúningur.Svona sér norski listamaðurinn Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlum sínum í Reykjavík árið 874.Teikning/Anders Kvåle Rue
Menning Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Timberlake gengst við ölvunarakstri Lífið „Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Bíó og sjónvarp Chad McQueen er látinn Lífið „Sáu allar til þess að ég kæmist til manns, þeim á ég allt að þakka“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Lífið Ísland mun taka þátt í Eurovision Lífið Frumsýning á Vísi: Átta ára ferðalag kúreka norðursins Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30