Samningi landað við ríkið eftir 27 ára bið Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hefði haft áhrif á hluta skipaflota bæði Eimskips og Samskipa. vísir/gva Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Samband Bandaríkja og Evrópu aldrei verra: Ísland gæti bæst á listan Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira
Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Samband Bandaríkja og Evrópu aldrei verra: Ísland gæti bæst á listan Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira