Alfreð: Fékk aldrei skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 09:00 Alfreð Finnbogason fór frá Grikklandi til Þýskalands. vísir/getty Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30
Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53
Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00
Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00