Alfreð: Fékk aldrei skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 09:00 Alfreð Finnbogason fór frá Grikklandi til Þýskalands. vísir/getty Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30
Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53
Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00
Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00