Innlent

Píratar enn stærri en ríkisstjórnarflokkarnir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Píratar mælast enn stærstir meðal stjórnmálaflokka með 35,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mældist 33,3 Prósent í nýrri könnun MMR. Fylgi Pírata hafði þó minnkað um 2,2 prósentustig og fylgi stjórnarflokkanna þokast upp á við. Allar breytingar í könnuninni, sem framkvæmd var 27. janúar til 1. febrúar, voru innan vikmarka.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent en í annarri könnun í janúar var hann með 19,5 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn mældist nú með 12,2 prósent en 10 prósent síðast. Vinstri grænir mældust með 11 prósent og höfðu lækkað úr 12,5 prósentum.

Samfylkingin mældist með 9,4 prósent, sem er lækkun um eitt prósentustig frá síðustu könnun. Þá mældist Björt framtíð með 4,4 prósent sem er það sama og í könnun þar áður. Aðrir flokkar mældust með um og undir eitt prósent.

Línurit yfir mælt fylgi flokka má sjá hér á vef MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×