Assange ætlar að yfirgefa sendiráðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Fjölmiðlafólk safnaðist saman fyrir utan sendiráð Ekvadors í gær og beið átekta. Nordicphotos/AFP Breska útvarpið BBC fullyrti í gær að úrskurðarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu, að Julian Assange væri í raun haldið föngnum í sendiráði Ekvadors í London og það bryti í bága við alþjóðasamninga. Sænska utanríkisráðuneytið skýrði einnig frá þessu í gær. Wikileaks segir að Assange muni þó bíða þess að fá formlega staðfestingu frá nefndinni sjálfri. Nefndin mun birta niðurstöðu sína í dag, en vildi í gær ekki gefa fjölmiðlum neina staðfestingu á þessum fréttum. Assange hafði fyrr í gær lýst því yfir á Twitter-síðu sinni að hvernig sem niðurstaða nefndarinnar yrði þá myndi hann yfirgefa sendiráð Ekvadors í dag. Yrði niðurstaða nefndarinnar sér ekki í vil mundi hann gefa sig fram við lögreglu í Bretlandi, en yrði niðurstaðan jákvæð vænti hann þess að fá þegar í stað vegabréf sitt afhent og hætt yrði við allar tilraunir til að handtaka hann. Úrskurðarnefndin nefnist Vinnuhópur um óréttmætar fangelsanir. Hún var stofnuð árið 1991 og hefur það hlutverk að rannsaka mál einstaklinga sem hafa verið sviptir frelsi og skera úr um hvort það sé gert með ólöglegum hætti. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvadors í London frá júnímánuði árið 2012, eða í rúmlega þrjú og hálft ár. Stjórnvöld í Ekvador höfðu þá samþykkt að veita honum hæli. Hann hefur átt það á hættu að lögreglan handtaki hann, hætti hann sér út fyrir hússins dyr. Sænsk stjórnvöld hafa óskað eftir framsali hans vegna ásakana um kynferðisbrot, sem þau vilja yfirheyra hann um. Þá telur Assange sig eiga á hættu að hann verði framseldur til Bandaríkjanna, þar sem yfir honum vofa málaferli og fangelsi vegna uppljóstrana Wikileaks um framferði bandaríska hersins. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Breska útvarpið BBC fullyrti í gær að úrskurðarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu, að Julian Assange væri í raun haldið föngnum í sendiráði Ekvadors í London og það bryti í bága við alþjóðasamninga. Sænska utanríkisráðuneytið skýrði einnig frá þessu í gær. Wikileaks segir að Assange muni þó bíða þess að fá formlega staðfestingu frá nefndinni sjálfri. Nefndin mun birta niðurstöðu sína í dag, en vildi í gær ekki gefa fjölmiðlum neina staðfestingu á þessum fréttum. Assange hafði fyrr í gær lýst því yfir á Twitter-síðu sinni að hvernig sem niðurstaða nefndarinnar yrði þá myndi hann yfirgefa sendiráð Ekvadors í dag. Yrði niðurstaða nefndarinnar sér ekki í vil mundi hann gefa sig fram við lögreglu í Bretlandi, en yrði niðurstaðan jákvæð vænti hann þess að fá þegar í stað vegabréf sitt afhent og hætt yrði við allar tilraunir til að handtaka hann. Úrskurðarnefndin nefnist Vinnuhópur um óréttmætar fangelsanir. Hún var stofnuð árið 1991 og hefur það hlutverk að rannsaka mál einstaklinga sem hafa verið sviptir frelsi og skera úr um hvort það sé gert með ólöglegum hætti. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvadors í London frá júnímánuði árið 2012, eða í rúmlega þrjú og hálft ár. Stjórnvöld í Ekvador höfðu þá samþykkt að veita honum hæli. Hann hefur átt það á hættu að lögreglan handtaki hann, hætti hann sér út fyrir hússins dyr. Sænsk stjórnvöld hafa óskað eftir framsali hans vegna ásakana um kynferðisbrot, sem þau vilja yfirheyra hann um. Þá telur Assange sig eiga á hættu að hann verði framseldur til Bandaríkjanna, þar sem yfir honum vofa málaferli og fangelsi vegna uppljóstrana Wikileaks um framferði bandaríska hersins.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira