Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í kappræðum, þeim fyrstu eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Fréttablaðið/EPA Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur. Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur.
Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent