Ránið í Borgartúni upplýst að miklu leyti Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. desember 2015 12:26 Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag. Aðgerðir lögreglu við leit að ræningjunum í gær voru mjög umfangsmiklar en lögreglan naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit í Öskjuhlíð og nærumhverfi. Flóttabíll sem mennirnir studdust við í ráninu, stolinn Ford Transit, fannst yfirgefinn í Barmahlíð og til mannanna sást við bensínstöð í Hlíðunum. Um klukkan sjö var leit í Öskjuhlíð hætt. Um svipað leyti réðst lögreglan til atlögu í íbúð í blokk í Stigahlíð. Í íbúðinni voru tveir handteknir skömmu fyrir sjö í gærkvöldi og sá þriðji var síðan leiddur út í járnum rétt fyrir átta. Hann var í íbúðinni með sérsveitarmönnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma áður en hann var færður niður á stöð í yfirheyrslu. Nú liggur fyrir að engin tengsl eru á milli mannanna sem handteknir voru í Stigahlíð og ræningjanna tveggja. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn stýrir rannsókn málsins. „Eftir að lögreglan sendir frá sér myndir í gærkvöldi og fjölmiðlar birtu þær þá gaf sig fram maður um tvítugt og játaði aðild að ráninu. Í kjölfarið var annar maður á svipuðum aldri handtekinn og þeir eru báðir í vörslu lögreglu og yfirheyrslur standa yfir,“ segir Friðrik Smári. Hann segir líklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum síðar í dag. „Málið er upplýst að hluta, að minnsta kosti og á þessari stundu eru ekki fleiri grunaðir. Rannsókn miðar mjög vel og eftir að lögreglan leitaði til almennings með myndbirtingum og annað slíkt fengum við fjölmargar ábendingar sem við fylgdum eftir og það endaði svo með þessum handtökum í nótt.“ Friðrik Smári segir að ábendingar frá almenningi, m.a. gegnum Facebook, hafi skipt sköpum.Mynd af ræningjunum úr eftirlitsmyndavél bankans. Skotvopnið reyndist eftirlíking.Lögreglan hefur endurheimt hluta þess fjár sem var rænt. Ekki hefur verið gefið upp hversu há fjárhæðin er en samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var um að ræða „óverulega fjárhæð.“ Skotvopn sem notað var í ráninu er fundið og reyndist það eftirlíking. „Þegar ránið er framið þá er það gert með mjög afgerandi hætti. Það er ógnað með vopnum, annars vegar hnífi og hins vegar skotvopni. Á þeirri stundu var ekki annað vitað en að um raunverulegt skotvopn væri að ræða. Við leit lögreglu fannst skotvopn sem reyndist vera eftirlíking að skammbyssu,“ segir Friðrik Smári. Sakborningarnir í málinu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Fyrir rán samkvæmt almennum hegningarlögum er hægt að dæma allt að tíu ára fangelsi en hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi. Tengdar fréttir Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44 Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag. Aðgerðir lögreglu við leit að ræningjunum í gær voru mjög umfangsmiklar en lögreglan naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit í Öskjuhlíð og nærumhverfi. Flóttabíll sem mennirnir studdust við í ráninu, stolinn Ford Transit, fannst yfirgefinn í Barmahlíð og til mannanna sást við bensínstöð í Hlíðunum. Um klukkan sjö var leit í Öskjuhlíð hætt. Um svipað leyti réðst lögreglan til atlögu í íbúð í blokk í Stigahlíð. Í íbúðinni voru tveir handteknir skömmu fyrir sjö í gærkvöldi og sá þriðji var síðan leiddur út í járnum rétt fyrir átta. Hann var í íbúðinni með sérsveitarmönnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma áður en hann var færður niður á stöð í yfirheyrslu. Nú liggur fyrir að engin tengsl eru á milli mannanna sem handteknir voru í Stigahlíð og ræningjanna tveggja. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn stýrir rannsókn málsins. „Eftir að lögreglan sendir frá sér myndir í gærkvöldi og fjölmiðlar birtu þær þá gaf sig fram maður um tvítugt og játaði aðild að ráninu. Í kjölfarið var annar maður á svipuðum aldri handtekinn og þeir eru báðir í vörslu lögreglu og yfirheyrslur standa yfir,“ segir Friðrik Smári. Hann segir líklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum síðar í dag. „Málið er upplýst að hluta, að minnsta kosti og á þessari stundu eru ekki fleiri grunaðir. Rannsókn miðar mjög vel og eftir að lögreglan leitaði til almennings með myndbirtingum og annað slíkt fengum við fjölmargar ábendingar sem við fylgdum eftir og það endaði svo með þessum handtökum í nótt.“ Friðrik Smári segir að ábendingar frá almenningi, m.a. gegnum Facebook, hafi skipt sköpum.Mynd af ræningjunum úr eftirlitsmyndavél bankans. Skotvopnið reyndist eftirlíking.Lögreglan hefur endurheimt hluta þess fjár sem var rænt. Ekki hefur verið gefið upp hversu há fjárhæðin er en samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var um að ræða „óverulega fjárhæð.“ Skotvopn sem notað var í ráninu er fundið og reyndist það eftirlíking. „Þegar ránið er framið þá er það gert með mjög afgerandi hætti. Það er ógnað með vopnum, annars vegar hnífi og hins vegar skotvopni. Á þeirri stundu var ekki annað vitað en að um raunverulegt skotvopn væri að ræða. Við leit lögreglu fannst skotvopn sem reyndist vera eftirlíking að skammbyssu,“ segir Friðrik Smári. Sakborningarnir í málinu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Fyrir rán samkvæmt almennum hegningarlögum er hægt að dæma allt að tíu ára fangelsi en hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi.
Tengdar fréttir Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44 Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44
Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00
Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?