Sjálfstæðisflokkurinn vill 20 milljónir frá Páli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 11:15 Sjálfstæðisflokkurinn hefur krafið Pál Heimisson um 20 milljónir króna. Vísir/GVA Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira