Sjálfstæðisflokkurinn vill 20 milljónir frá Páli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 11:15 Sjálfstæðisflokkurinn hefur krafið Pál Heimisson um 20 milljónir króna. Vísir/GVA Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira