Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Stígur Helgason skrifar 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira