Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Stígur Helgason skrifar 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira