Hallmar Sigurðsson fallinn frá Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 12:00 Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira
Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira