Lögregla á Ítalíu mun leggja allt í sölurnar til að finna morðingja bandarískrar konu Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2016 22:30 Ashley Olsen og hundurinn Scout. Mynd/Istagram Ríkislögreglustjóri á Ítalíu segir að allt verði lagt í sölurnar til að hafa uppi á morðingja bandarískrar konu sem fannst látin í íbúð sinni í Flórens um helgina. Rannsókn er hafin á morðinu á hinni 35 ára Ashley Olsen sem fannst látin í rúmi í íbúð sinni síðastliðinn laugardag. Hún var með áverka á hálsi. Lögregla segist hafa rætt við kærasta hennar, sem er ítalskur listamaður, vegna málsins en að enginn sé grunaður um verknaðinn að svo stöddu. Olsen ólst upp í Flórída en hafði búið í Evrópu í nokkurn tíma. Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að faðir Olsen hafi borið kennsl á líkið, en hann starfar sem kennari í skóla skammt frá. Í frétt Sky News kemur fram að kærasti Olsen hafi óttast um hana eftir að hafa ekkert heyrt frá henni í nokkra daga og hafi hann því beðið eiganda íbúðarinnar sem Oslen leigði að hleypa sér inn. Þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglu. Olsen var að sögn vina og nágrenna þekkt í hverfinu þar sem hún gekk jafnan um hverfið með beagle-hund sinn Scout. Vonir standa til að morðmálið verði ekki endurtekning á máli Amndu Knox sem sökuð var um að hafa ásamt kærasta sínum drepið meðleigjenda sinn, Meredith Kercher, í Perugia, suður af Flórens, árið 2007. Málið vakti gríðarlega fjölmiðlaathygli og velktist lengi um í dómskerfinu áður en Knox var endanlega sýknuð á síðasta ári. #dogwalk in #firenze #scoutthebeagle #dogdays #beaglelover #ilovethisdamndog #oltrarno #toscana #italia A photo posted by Ashley Olsen (@ashleyannolsen) on Dec 17, 2015 at 10:54am PST Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á Ítalíu segir að allt verði lagt í sölurnar til að hafa uppi á morðingja bandarískrar konu sem fannst látin í íbúð sinni í Flórens um helgina. Rannsókn er hafin á morðinu á hinni 35 ára Ashley Olsen sem fannst látin í rúmi í íbúð sinni síðastliðinn laugardag. Hún var með áverka á hálsi. Lögregla segist hafa rætt við kærasta hennar, sem er ítalskur listamaður, vegna málsins en að enginn sé grunaður um verknaðinn að svo stöddu. Olsen ólst upp í Flórída en hafði búið í Evrópu í nokkurn tíma. Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að faðir Olsen hafi borið kennsl á líkið, en hann starfar sem kennari í skóla skammt frá. Í frétt Sky News kemur fram að kærasti Olsen hafi óttast um hana eftir að hafa ekkert heyrt frá henni í nokkra daga og hafi hann því beðið eiganda íbúðarinnar sem Oslen leigði að hleypa sér inn. Þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglu. Olsen var að sögn vina og nágrenna þekkt í hverfinu þar sem hún gekk jafnan um hverfið með beagle-hund sinn Scout. Vonir standa til að morðmálið verði ekki endurtekning á máli Amndu Knox sem sökuð var um að hafa ásamt kærasta sínum drepið meðleigjenda sinn, Meredith Kercher, í Perugia, suður af Flórens, árið 2007. Málið vakti gríðarlega fjölmiðlaathygli og velktist lengi um í dómskerfinu áður en Knox var endanlega sýknuð á síðasta ári. #dogwalk in #firenze #scoutthebeagle #dogdays #beaglelover #ilovethisdamndog #oltrarno #toscana #italia A photo posted by Ashley Olsen (@ashleyannolsen) on Dec 17, 2015 at 10:54am PST
Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01