Yfir hundrað flóttamenn urðu að láta fjármuni af hendi í Sviss Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. janúar 2016 07:00 Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi, samkvæmt nýjum reglum um landamæraeftirlit vegna vaxandi straums flóttamanna inn í landið. Fréttablaðið/EPA Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira