Yfir hundrað flóttamenn urðu að láta fjármuni af hendi í Sviss Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. janúar 2016 07:00 Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi, samkvæmt nýjum reglum um landamæraeftirlit vegna vaxandi straums flóttamanna inn í landið. Fréttablaðið/EPA Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent