Íranar horfa fram á betri tíð Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. janúar 2016 07:00 Hassan Rúhani, forseti Írans, brosti breitt á þingi í gær þegar ljóst var að efnahagslegum þvingunum hefði verið aflétt. Fréttablaðið/EPA Íranar hafa fagnað því að alþjóðlegum refsiaðgerðum hefur verið aflétt af landinu. Þar með geta þeir á ný farið að stunda viðskipti við Vesturlönd, þar á meðal með olíu. Alþjóðakjarnorkueftirlitið, IAEA, gaf á laugardaginn út yfirlýsingu um að Íranar hafi staðið við sinn hluta af samningnum, sem gerður var á síðasta ári. Í beinu framhaldi af þeirri yfirlýsingu afléttu Vesturlönd efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran. Í gær voru svo fimm bandarískir fangar látnir lausir í Íran, þar á meðal blaðamaðurinn Jason Rezaian, en á móti láta Bandaríkjamenn sjö íranska fanga lausa. Samningurinn snerist um að Íranar drægju verulega úr möguleikum sínum til að búa til kjarnorkuvopn, meðal annars með því að losa sig við megnið af því auðgaða úrani, sem þeir höfðu komið sér upp, og eyðileggja jafnframt 12.000 skilvindur sem nota mátti til auðgunar úrans. Í staðinn hafa nú bæði Bandaríkin og Evrópusambandið aflétt viðskiptaþvingunum, þannig að nú er fyrirtækjum á Vesturlöndum frjálst að fjárfesta í olíu, skipasmíðum, fjármálafyrirtækjum og fjölmörgum öðrum viðskiptatækifærum í Íran. Þar með má búast við því að efnahagslífið í Íran taki nokkurn kipp á næstunni og hagur almennings batni jafnframt, þegar nýir markaðir opnast og framleiðsla eykst. „Þetta er mjög góður dagur fyrir írönsku þjóðina, og mjög góður dagur fyrir okkar heimshluta,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. „Þetta er dagurinn sem við sýnum heiminum fram á að hótanir, refsiaðgerðir, ógnir og þrýstingur virka ekki. Það sem virkar er að sýna virðingu.“ Dagblöðin í Íran fögnuðu almennt niðurstöðunni og Hassan Rúhani forseti, sem talinn er eiga stóran þátt í að samningar tókust, segir að nú séu allir ánægðir, „nema síonistar, stríðsæsingamenn og þeir sem sá fræjum óánægju meðal íslamskra þjóða og öfgamenn í Bandaríkjunum. Allir aðrir eru ánægðir.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði samninginn líka til marks um að árangursríkara sé að nálgast málin af skynsemi, þolinmæði og ögun, frekar en að fara í stríð. Strax í gær tilkynntu Bandaríkin reyndar að nýjar refsiaðgerðir verði lagðar á Íran, vegna flugskeytatilrauna sem Íranar gerðu fyrir fáum vikum. Þessar nýju refsiaðgerðir eru hins vegar afar takmarkaðar: Þær fela í sér að 11 stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum verður bannað að nota banka í Bandaríkjunum. Þingkosningar verða haldnar í Íran í lok febrúar. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Íranar hafa fagnað því að alþjóðlegum refsiaðgerðum hefur verið aflétt af landinu. Þar með geta þeir á ný farið að stunda viðskipti við Vesturlönd, þar á meðal með olíu. Alþjóðakjarnorkueftirlitið, IAEA, gaf á laugardaginn út yfirlýsingu um að Íranar hafi staðið við sinn hluta af samningnum, sem gerður var á síðasta ári. Í beinu framhaldi af þeirri yfirlýsingu afléttu Vesturlönd efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran. Í gær voru svo fimm bandarískir fangar látnir lausir í Íran, þar á meðal blaðamaðurinn Jason Rezaian, en á móti láta Bandaríkjamenn sjö íranska fanga lausa. Samningurinn snerist um að Íranar drægju verulega úr möguleikum sínum til að búa til kjarnorkuvopn, meðal annars með því að losa sig við megnið af því auðgaða úrani, sem þeir höfðu komið sér upp, og eyðileggja jafnframt 12.000 skilvindur sem nota mátti til auðgunar úrans. Í staðinn hafa nú bæði Bandaríkin og Evrópusambandið aflétt viðskiptaþvingunum, þannig að nú er fyrirtækjum á Vesturlöndum frjálst að fjárfesta í olíu, skipasmíðum, fjármálafyrirtækjum og fjölmörgum öðrum viðskiptatækifærum í Íran. Þar með má búast við því að efnahagslífið í Íran taki nokkurn kipp á næstunni og hagur almennings batni jafnframt, þegar nýir markaðir opnast og framleiðsla eykst. „Þetta er mjög góður dagur fyrir írönsku þjóðina, og mjög góður dagur fyrir okkar heimshluta,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. „Þetta er dagurinn sem við sýnum heiminum fram á að hótanir, refsiaðgerðir, ógnir og þrýstingur virka ekki. Það sem virkar er að sýna virðingu.“ Dagblöðin í Íran fögnuðu almennt niðurstöðunni og Hassan Rúhani forseti, sem talinn er eiga stóran þátt í að samningar tókust, segir að nú séu allir ánægðir, „nema síonistar, stríðsæsingamenn og þeir sem sá fræjum óánægju meðal íslamskra þjóða og öfgamenn í Bandaríkjunum. Allir aðrir eru ánægðir.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði samninginn líka til marks um að árangursríkara sé að nálgast málin af skynsemi, þolinmæði og ögun, frekar en að fara í stríð. Strax í gær tilkynntu Bandaríkin reyndar að nýjar refsiaðgerðir verði lagðar á Íran, vegna flugskeytatilrauna sem Íranar gerðu fyrir fáum vikum. Þessar nýju refsiaðgerðir eru hins vegar afar takmarkaðar: Þær fela í sér að 11 stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum verður bannað að nota banka í Bandaríkjunum. Þingkosningar verða haldnar í Íran í lok febrúar.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira