Íranar horfa fram á betri tíð Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. janúar 2016 07:00 Hassan Rúhani, forseti Írans, brosti breitt á þingi í gær þegar ljóst var að efnahagslegum þvingunum hefði verið aflétt. Fréttablaðið/EPA Íranar hafa fagnað því að alþjóðlegum refsiaðgerðum hefur verið aflétt af landinu. Þar með geta þeir á ný farið að stunda viðskipti við Vesturlönd, þar á meðal með olíu. Alþjóðakjarnorkueftirlitið, IAEA, gaf á laugardaginn út yfirlýsingu um að Íranar hafi staðið við sinn hluta af samningnum, sem gerður var á síðasta ári. Í beinu framhaldi af þeirri yfirlýsingu afléttu Vesturlönd efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran. Í gær voru svo fimm bandarískir fangar látnir lausir í Íran, þar á meðal blaðamaðurinn Jason Rezaian, en á móti láta Bandaríkjamenn sjö íranska fanga lausa. Samningurinn snerist um að Íranar drægju verulega úr möguleikum sínum til að búa til kjarnorkuvopn, meðal annars með því að losa sig við megnið af því auðgaða úrani, sem þeir höfðu komið sér upp, og eyðileggja jafnframt 12.000 skilvindur sem nota mátti til auðgunar úrans. Í staðinn hafa nú bæði Bandaríkin og Evrópusambandið aflétt viðskiptaþvingunum, þannig að nú er fyrirtækjum á Vesturlöndum frjálst að fjárfesta í olíu, skipasmíðum, fjármálafyrirtækjum og fjölmörgum öðrum viðskiptatækifærum í Íran. Þar með má búast við því að efnahagslífið í Íran taki nokkurn kipp á næstunni og hagur almennings batni jafnframt, þegar nýir markaðir opnast og framleiðsla eykst. „Þetta er mjög góður dagur fyrir írönsku þjóðina, og mjög góður dagur fyrir okkar heimshluta,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. „Þetta er dagurinn sem við sýnum heiminum fram á að hótanir, refsiaðgerðir, ógnir og þrýstingur virka ekki. Það sem virkar er að sýna virðingu.“ Dagblöðin í Íran fögnuðu almennt niðurstöðunni og Hassan Rúhani forseti, sem talinn er eiga stóran þátt í að samningar tókust, segir að nú séu allir ánægðir, „nema síonistar, stríðsæsingamenn og þeir sem sá fræjum óánægju meðal íslamskra þjóða og öfgamenn í Bandaríkjunum. Allir aðrir eru ánægðir.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði samninginn líka til marks um að árangursríkara sé að nálgast málin af skynsemi, þolinmæði og ögun, frekar en að fara í stríð. Strax í gær tilkynntu Bandaríkin reyndar að nýjar refsiaðgerðir verði lagðar á Íran, vegna flugskeytatilrauna sem Íranar gerðu fyrir fáum vikum. Þessar nýju refsiaðgerðir eru hins vegar afar takmarkaðar: Þær fela í sér að 11 stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum verður bannað að nota banka í Bandaríkjunum. Þingkosningar verða haldnar í Íran í lok febrúar. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Íranar hafa fagnað því að alþjóðlegum refsiaðgerðum hefur verið aflétt af landinu. Þar með geta þeir á ný farið að stunda viðskipti við Vesturlönd, þar á meðal með olíu. Alþjóðakjarnorkueftirlitið, IAEA, gaf á laugardaginn út yfirlýsingu um að Íranar hafi staðið við sinn hluta af samningnum, sem gerður var á síðasta ári. Í beinu framhaldi af þeirri yfirlýsingu afléttu Vesturlönd efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran. Í gær voru svo fimm bandarískir fangar látnir lausir í Íran, þar á meðal blaðamaðurinn Jason Rezaian, en á móti láta Bandaríkjamenn sjö íranska fanga lausa. Samningurinn snerist um að Íranar drægju verulega úr möguleikum sínum til að búa til kjarnorkuvopn, meðal annars með því að losa sig við megnið af því auðgaða úrani, sem þeir höfðu komið sér upp, og eyðileggja jafnframt 12.000 skilvindur sem nota mátti til auðgunar úrans. Í staðinn hafa nú bæði Bandaríkin og Evrópusambandið aflétt viðskiptaþvingunum, þannig að nú er fyrirtækjum á Vesturlöndum frjálst að fjárfesta í olíu, skipasmíðum, fjármálafyrirtækjum og fjölmörgum öðrum viðskiptatækifærum í Íran. Þar með má búast við því að efnahagslífið í Íran taki nokkurn kipp á næstunni og hagur almennings batni jafnframt, þegar nýir markaðir opnast og framleiðsla eykst. „Þetta er mjög góður dagur fyrir írönsku þjóðina, og mjög góður dagur fyrir okkar heimshluta,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. „Þetta er dagurinn sem við sýnum heiminum fram á að hótanir, refsiaðgerðir, ógnir og þrýstingur virka ekki. Það sem virkar er að sýna virðingu.“ Dagblöðin í Íran fögnuðu almennt niðurstöðunni og Hassan Rúhani forseti, sem talinn er eiga stóran þátt í að samningar tókust, segir að nú séu allir ánægðir, „nema síonistar, stríðsæsingamenn og þeir sem sá fræjum óánægju meðal íslamskra þjóða og öfgamenn í Bandaríkjunum. Allir aðrir eru ánægðir.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði samninginn líka til marks um að árangursríkara sé að nálgast málin af skynsemi, þolinmæði og ögun, frekar en að fara í stríð. Strax í gær tilkynntu Bandaríkin reyndar að nýjar refsiaðgerðir verði lagðar á Íran, vegna flugskeytatilrauna sem Íranar gerðu fyrir fáum vikum. Þessar nýju refsiaðgerðir eru hins vegar afar takmarkaðar: Þær fela í sér að 11 stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum verður bannað að nota banka í Bandaríkjunum. Þingkosningar verða haldnar í Íran í lok febrúar.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira