Þrálátur orðrómur um leka vakti grun Snærós Sindradóttir skrifar 7. janúar 2016 05:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu „Það höfðu verið sögusagnir um leka úr fíkniefnadeildinni án þess að vitað væri hverjir ættu hlut að máli. Að sjálfsögðu er brugðist við slíku,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mál lögreglumanns úr fíkniefnabrotadeild sem er til skoðunar fyrir óeðlileg tengsl við brotahópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grunur leiki á að maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi fengið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Sigríður segist ekki geta staðfest það. „Það getur legið alls konar hvati að baki svona málum. Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af. Það er ekkert sannað á hann og þetta mál er enn bara í rannsókn.“Lögreglustjóri segir endurskipulagningu í gangi hjá lögreglu, meðal annars í fíkniefnadeildinni.vísir/gvaFærður til í starfi Annar lögreglumaður hefur verið færður til í starfi eftir að grunur vaknaði um leka. Sigríður getur ekki staðfest hvort mál þess lögreglumanns sé einnig í rannsókn hjá Ríkissaksóknara né hvort málin tengist beint. „Ríkissaksóknari metur hversu sterkar grunsemdir eru og hvort beri að aðhafast,“ segir Sigríður. Ásakanir á hendur þeim lögreglumanni ná yfir nokkurra ára tímabil án þess að ástæða þótti til að vísa málinu til ríkissaksóknara. Í gær var svo karlmaður, sem ekki starfar hjá lögreglunni, handtekinn í tengslum við málið. Samkvæmt heimildum RÚV hefur sá hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalögum og er um fertugt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVAEndurskipuleggja fíkniefnadeildina Í tíð Sigríðar hefur verið ráðist í skipulagsaðgerðir innan embættisins. „Við erum að endurskoða margt hjá okkur og erum meðal annars að endurskipuleggja fíkniefnadeildina. Sú vinna hófst rétt eftir að ég var komin til starfa.“ Sigríður Björk telur að aðgerðir síðustu daga sýni að kerfið virki. „Málin rata á rétta staði. Við erum með innri endurskoðun sem kemur með skýrslur um einstaka þætti. Síðan er hver yfirmaður með ákveðna eftirlitsskyldu. Traust innan stofnunarinnar skiptir máli um hvort svona mál kemst upp eða ekki.“ Sigríður Björk segir langvarandi umræðu hafa verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Það höfðu verið sögusagnir um leka úr fíkniefnadeildinni án þess að vitað væri hverjir ættu hlut að máli. Að sjálfsögðu er brugðist við slíku,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mál lögreglumanns úr fíkniefnabrotadeild sem er til skoðunar fyrir óeðlileg tengsl við brotahópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grunur leiki á að maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi fengið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Sigríður segist ekki geta staðfest það. „Það getur legið alls konar hvati að baki svona málum. Það getur hafa átt sér stað þvingun sem enginn veit af. Það er ekkert sannað á hann og þetta mál er enn bara í rannsókn.“Lögreglustjóri segir endurskipulagningu í gangi hjá lögreglu, meðal annars í fíkniefnadeildinni.vísir/gvaFærður til í starfi Annar lögreglumaður hefur verið færður til í starfi eftir að grunur vaknaði um leka. Sigríður getur ekki staðfest hvort mál þess lögreglumanns sé einnig í rannsókn hjá Ríkissaksóknara né hvort málin tengist beint. „Ríkissaksóknari metur hversu sterkar grunsemdir eru og hvort beri að aðhafast,“ segir Sigríður. Ásakanir á hendur þeim lögreglumanni ná yfir nokkurra ára tímabil án þess að ástæða þótti til að vísa málinu til ríkissaksóknara. Í gær var svo karlmaður, sem ekki starfar hjá lögreglunni, handtekinn í tengslum við málið. Samkvæmt heimildum RÚV hefur sá hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalögum og er um fertugt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVAEndurskipuleggja fíkniefnadeildina Í tíð Sigríðar hefur verið ráðist í skipulagsaðgerðir innan embættisins. „Við erum að endurskoða margt hjá okkur og erum meðal annars að endurskipuleggja fíkniefnadeildina. Sú vinna hófst rétt eftir að ég var komin til starfa.“ Sigríður Björk telur að aðgerðir síðustu daga sýni að kerfið virki. „Málin rata á rétta staði. Við erum með innri endurskoðun sem kemur með skýrslur um einstaka þætti. Síðan er hver yfirmaður með ákveðna eftirlitsskyldu. Traust innan stofnunarinnar skiptir máli um hvort svona mál kemst upp eða ekki.“ Sigríður Björk segir langvarandi umræðu hafa verið um eftirlit með lögreglu og allir yrðu ánægðir ef það yrði aukið.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00