Innlent

Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gæsluvarðhald yfir lögreglumanninum átti að renna út á morgun.
Gæsluvarðhald yfir lögreglumanninum átti að renna út á morgun. vísir/gva
Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun.

Skýrsla var tekin af lögreglumanninum í dag og var hann látinn laus að henni lokinni. Þetta staðfestir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins.

Lögreglumaðurinn neitar sök en aðspurður segist Ómar ekki geta tjáð sig að svo stöddu um sakarefnin. Komið hefur fram í fjölmiðlum að maðurinn sé grunaður um óeðlileg samskipti við brotamenn.

Ómar kveðst ekki vita hvort að lögreglumaðurinn hafi verið leystur frá störfum eða sendur í leyfi vegna málsins og segir að lögreglan þurfi að svara fyrir það.

Ekki gerst í fleiri áratugi

Lögreglumaðurinn er starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hefur starfað þar í nokkur ár. Hann er á fimmtugsaldri og sat í einangrun á Litla-Hrauni vegna rannsóknarhagsmuna þar til í dag. Afar fátítt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi.

Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta, en þó ekki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir

Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda

Reyndur fíkniefnalögreglumaður grunaður um alvarleg brot í starfi situr í einangrun á Litla Hrauni. Mál hans hefur átt sér nokkurn aðdraganda og fíkniefnadeild hefur verið undir smásjánni um nokkurn tíma.

Maður um fertugt handtekinn

Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.