Forsetaframbjóðandinn talar við strákana okkar og er góður í því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2016 06:00 Íslensku strákarnir fagna sæti á EM. Vísir/Vilhelm Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. Viðburðaríkt ár hjá íslenska karlalandsliðinu hefst með þremur æfingaleikjum í janúar en í gær var tilkynnt hvernig hóparnir eru að stærstum hluta skipaðir fyrir leikina tvo. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er liðið aðeins skipað leikmönnum liða sem nú eru í fríi. Því koma leikmenn landsliðsins frá liðum á Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og meðal þess sem hann ræddi var hversu annasamt ár er fram undan – það umsvifamesta í sögu íslenska karlalandsliðsins. „Vinnan er þegar hafin og við verðum að gæta þess að einbeita okkur strax að því hvernig við viljum haga öllum okkar undirbúningi fyrir EM,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær. „En það má svo ekki heldur gleyma því að strax í haust taka við fjórir leikir í undankeppni HM 2018. Það er helmingur allra leikja í þeirri undankeppni. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir EM.“Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonForsetaframbjóðandi á EM Á fundinum í gær kom fram að 21 starfsmaður mun starfa í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi en á fundinum í gær var tilkynnt hverjir muni fylgja leikmönnunum 23 sem spila fyrir hönd þjóðarinnar á mótinu í sumar. Heimir segir að íslenska starfsliðið sé helmingi fámennara en það sem fylgi öðrum þjóðum á mótinu. Það verði því meira álag á því en gengur og gerist. „Það virðist fylgja landsliðinu að allt það fólk sem velst til starfa í kringum það virðist vera duglegra en allir aðrir,“ segir þjálfarinn. „Í þessum ferðum vinna allir frá átta á morgnana til miðnættis og það kvartar enginn. Þannig verðum við að vinna í svona litlu sambandi eins og KSÍ.“ Meðal þeirra sem eru í teyminu er Þorgrímur Þráinsson sem er titlaður sem „sálfræðingur“ liðsins. Heimir segir að mikilvægi hans í hópnum sé meira en margir telja. „Hann talar við strákana og er góður í því. Svo hefur hann mikla reynslu sjálfur sem leikmaður og er ávallt reiðubúinn að hoppa í öll störf hjá okkur,“ segir Heimir. Þorgrímur hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta í sumar en kjörið fer fram 25. júní – þremur dögum eftir leik Íslands og Austurríkis í París. „Við erum afar þakklát fyrir að hann vilji taka sér tíma fyrir íslenska landsliðið í öllu hans amstri,“ segir þjálfarinn.Heimir Hallgrímsson þegar dregið var í riðli á EM.Vísir/AFPÁnægðir með andstæðingana Auk æfingaleikjanna þriggja í janúar mun Ísland spila tvo leiki í mars og tvo í byrjun júní. Aðeins hefur verið tilkynnt að Ísland muni mæta Grikklandi ytra í lok mars en Heimir segir að það sé nánast frágengið hvaða liðum Ísland mætir þar fyrir utan. „Það er nánast búið að negla þessa leiki niður en ótímabært að greina frá því hvaða lið þetta eru,“ segir Heimir, sem vill að Ísland mæti eins sterkum liðum í aðdraganda EM og kostur er. „Það eru bara góð lið á EM og því viljum við helst mæta slíkum liðum. Við erum mjög ánægðir með þá möguleika sem eru í stöðunni,“ segir Heimir. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. Viðburðaríkt ár hjá íslenska karlalandsliðinu hefst með þremur æfingaleikjum í janúar en í gær var tilkynnt hvernig hóparnir eru að stærstum hluta skipaðir fyrir leikina tvo. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er liðið aðeins skipað leikmönnum liða sem nú eru í fríi. Því koma leikmenn landsliðsins frá liðum á Norðurlöndunum, Rússlandi og Kína. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og meðal þess sem hann ræddi var hversu annasamt ár er fram undan – það umsvifamesta í sögu íslenska karlalandsliðsins. „Vinnan er þegar hafin og við verðum að gæta þess að einbeita okkur strax að því hvernig við viljum haga öllum okkar undirbúningi fyrir EM,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær. „En það má svo ekki heldur gleyma því að strax í haust taka við fjórir leikir í undankeppni HM 2018. Það er helmingur allra leikja í þeirri undankeppni. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir EM.“Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonForsetaframbjóðandi á EM Á fundinum í gær kom fram að 21 starfsmaður mun starfa í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi en á fundinum í gær var tilkynnt hverjir muni fylgja leikmönnunum 23 sem spila fyrir hönd þjóðarinnar á mótinu í sumar. Heimir segir að íslenska starfsliðið sé helmingi fámennara en það sem fylgi öðrum þjóðum á mótinu. Það verði því meira álag á því en gengur og gerist. „Það virðist fylgja landsliðinu að allt það fólk sem velst til starfa í kringum það virðist vera duglegra en allir aðrir,“ segir þjálfarinn. „Í þessum ferðum vinna allir frá átta á morgnana til miðnættis og það kvartar enginn. Þannig verðum við að vinna í svona litlu sambandi eins og KSÍ.“ Meðal þeirra sem eru í teyminu er Þorgrímur Þráinsson sem er titlaður sem „sálfræðingur“ liðsins. Heimir segir að mikilvægi hans í hópnum sé meira en margir telja. „Hann talar við strákana og er góður í því. Svo hefur hann mikla reynslu sjálfur sem leikmaður og er ávallt reiðubúinn að hoppa í öll störf hjá okkur,“ segir Heimir. Þorgrímur hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta í sumar en kjörið fer fram 25. júní – þremur dögum eftir leik Íslands og Austurríkis í París. „Við erum afar þakklát fyrir að hann vilji taka sér tíma fyrir íslenska landsliðið í öllu hans amstri,“ segir þjálfarinn.Heimir Hallgrímsson þegar dregið var í riðli á EM.Vísir/AFPÁnægðir með andstæðingana Auk æfingaleikjanna þriggja í janúar mun Ísland spila tvo leiki í mars og tvo í byrjun júní. Aðeins hefur verið tilkynnt að Ísland muni mæta Grikklandi ytra í lok mars en Heimir segir að það sé nánast frágengið hvaða liðum Ísland mætir þar fyrir utan. „Það er nánast búið að negla þessa leiki niður en ótímabært að greina frá því hvaða lið þetta eru,“ segir Heimir, sem vill að Ísland mæti eins sterkum liðum í aðdraganda EM og kostur er. „Það eru bara góð lið á EM og því viljum við helst mæta slíkum liðum. Við erum mjög ánægðir með þá möguleika sem eru í stöðunni,“ segir Heimir.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30
Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46
Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40
Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23
Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40