Viðar Örn dýrastur og næst launahæstur Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 13:53 Jordi Cruyff og Viðar. vísir/Maccabi Tel Aviv Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við ísraelska félagið Maccabi Tel Aviv sem er það stærsta þar í landi. Viðar kemur til Maccabi frá Malmö í Svíþjóð þar sem hann raðaði inn mörkum líkt og hann gerði þegar hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni með Vålerenga. Sjá einnig: Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Maccabi borgaði Malmö 3,5 milljónir evra fyrir Viðar Örn sem gerir hann að einum dýrasta leikmanni í sögu ísraelska fótboltans. Áður hafa leikmenn verið keyptir fyrir um 2,5 milljónir evra og við það bæst árangurstengdar greiðslur þannig erfitt er að fullyrða að Viðar sé sá dýrasti. Selfyssingurinn er þó klárlega einn af þeim dýrustu í sögunni og gæti vel verið sá dýrasti. Hann er þó án alls vafa dýrasti leikmaðurinn í sögu Maccabi Tel Aviv en sá næst dýrasti er markvörðurinn ungi Predrag Rajkovic. Maccabi keypti serbann tvítuga fyrir þrjár milljónir evra í fyrra. Í heildina eru ekki miklir peningar í ísraelska boltanum en handfylli leikmanna fær mjög vel borgað fyrir sín störf. Peningunum í Ísrael er frekar eytt í laun heldur en leikmannakaup eins og sést á þessum tiltölulega lágu upphæðum. Í ísrael eru að mestu leyti sóttir samningslausir leikmenn nema í tilvikum eins og með Viðar Örn. Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanumViðar Örn hefur skorað sitt síðasta mark fyrir Malmö í bili.mynd/malmöAnnar 100 milljóna króna samningur Viðar Örn fær mjög vel borgað fyrir sín störf í Ísrael, meira en hann fékk í Kína. Þegar framherjinn spilaði með Jiangsu Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fyrra fékk hann 760.000 evrur í árslaun eða 100 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær hann ríflega 800.000 evrur í árslaun eða 105 milljónir króna. "Samningurinn er flottur og líklega sá besti sem ég hef fengið," segir Viðar Örn um þennan annan risasamning sem hann hefur gert á ferlinum í viðtali við fótbolti.net. Samkvæmt heimildum Vísis verður Viðar Örn næst launahæstur í liði Maccabi Tel Aviv á eftir Argentínumanninum Óscar Scarione sem fær um eina milljón evra í árslaun eða 131 milljón íslenskra króna. Að öllum líkindum eru þeir launahæstir í deildinni. Maccabi hafði svigrúm til að næla sér í tvær stjörnur eftir að félagið seldi sinn langbesta mann, Eran Zahavi, til Kína. Zahavi skoraði 100 mörk í 120 leikjum í öllum keppnum frá 2013-2016 en hann var með ríflega milljón evrur í árslaun síðasta tímabilið sitt vegna mikils áhuga annarra félaga á honum. Fótbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við ísraelska félagið Maccabi Tel Aviv sem er það stærsta þar í landi. Viðar kemur til Maccabi frá Malmö í Svíþjóð þar sem hann raðaði inn mörkum líkt og hann gerði þegar hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni með Vålerenga. Sjá einnig: Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Maccabi borgaði Malmö 3,5 milljónir evra fyrir Viðar Örn sem gerir hann að einum dýrasta leikmanni í sögu ísraelska fótboltans. Áður hafa leikmenn verið keyptir fyrir um 2,5 milljónir evra og við það bæst árangurstengdar greiðslur þannig erfitt er að fullyrða að Viðar sé sá dýrasti. Selfyssingurinn er þó klárlega einn af þeim dýrustu í sögunni og gæti vel verið sá dýrasti. Hann er þó án alls vafa dýrasti leikmaðurinn í sögu Maccabi Tel Aviv en sá næst dýrasti er markvörðurinn ungi Predrag Rajkovic. Maccabi keypti serbann tvítuga fyrir þrjár milljónir evra í fyrra. Í heildina eru ekki miklir peningar í ísraelska boltanum en handfylli leikmanna fær mjög vel borgað fyrir sín störf. Peningunum í Ísrael er frekar eytt í laun heldur en leikmannakaup eins og sést á þessum tiltölulega lágu upphæðum. Í ísrael eru að mestu leyti sóttir samningslausir leikmenn nema í tilvikum eins og með Viðar Örn. Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanumViðar Örn hefur skorað sitt síðasta mark fyrir Malmö í bili.mynd/malmöAnnar 100 milljóna króna samningur Viðar Örn fær mjög vel borgað fyrir sín störf í Ísrael, meira en hann fékk í Kína. Þegar framherjinn spilaði með Jiangsu Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fyrra fékk hann 760.000 evrur í árslaun eða 100 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær hann ríflega 800.000 evrur í árslaun eða 105 milljónir króna. "Samningurinn er flottur og líklega sá besti sem ég hef fengið," segir Viðar Örn um þennan annan risasamning sem hann hefur gert á ferlinum í viðtali við fótbolti.net. Samkvæmt heimildum Vísis verður Viðar Örn næst launahæstur í liði Maccabi Tel Aviv á eftir Argentínumanninum Óscar Scarione sem fær um eina milljón evra í árslaun eða 131 milljón íslenskra króna. Að öllum líkindum eru þeir launahæstir í deildinni. Maccabi hafði svigrúm til að næla sér í tvær stjörnur eftir að félagið seldi sinn langbesta mann, Eran Zahavi, til Kína. Zahavi skoraði 100 mörk í 120 leikjum í öllum keppnum frá 2013-2016 en hann var með ríflega milljón evrur í árslaun síðasta tímabilið sitt vegna mikils áhuga annarra félaga á honum.
Fótbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira