„Þeir óttast raddir okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 14:30 Shireen ásamt vinkonu sinni Kaziwar á víglínunni nærri Raqqa. Vísir/AFP „Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
„Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira