Ódýrara að fara á leiki í ensku úrvalsdeildinni í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 09:45 Stuðningsmenn Manchester United á leið á leik á Old Trafford. Vísir/Getty Loksins góðar fréttir fyrir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina. Miðaverð er að lækka frekar en hitt samkvæmt nýrri og ítarlegri rannsókn á peningaútgjöldum stuðningsmanna enskra fótboltaliða. „The Price of Football“ rannsóknin er sú viðamesta sem er gerð í evrópska knattspyrnuheiminum en skoðuð voru útgjöld stuðningsmanna 223 liða frá öllum hliðum. Gleðifréttirnar er að tveir þriðju af enskum fótboltafélögum hafa annaðhvort fryst eða lækkað miðaverð á leiki fyrir 2016-17 tímabilið. Athygli vekur hinsvegar að það getur nú verið dýrara að fara á leik í ensku b-deildinni og á leik í ensku úrvalsdeildinni. Aðalástæðan fyrir því er að liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa sett hámarksgjald á verð á miða fyrir stuðningsfólk aðkomuliða. Miðaverð fyrir stuðningsfólk gestanna má aldrei fara yfir 30 pund eða tæpar 4300 krónur. Hinn risastóri sjónvarpssamningur er að hjálpa til en nýr sjónvarpssamningur gaf ensku úrvalsdeildarliðinum 8,3 milljarða enskra punda eða mun meira en þúsund milljarða íslenskra króna. „Nýi sjónvarpssamningurinn sá til þess að liðin í ensku úrvalsdeildinni hefðu getað boðið öllum frítt á alla leiki og samt verið með meiri pening í höndunum en þau fengu í samningnum á undan,“ sagði Malcolm Clarke, formaður samtaka stuðningsmanna ensku fótboltafélaganna. Enska úrvalsdeildin lítur hinsvegar á sem svo að félögin séu að hlusta á aðdáendur sína og sjái nú til þess að allir geti séð leiki með sínum félögum. Ensku liðin eru aftur á móti að ná í meiri pening inn með því að hækka verða á treyjum liðanna og þá sérstaklega treyjum fyrir börnin. Kostnaður á þjónustu á leikvöngunum hefur einnig hækkað.BBC fór yfir þessa áhugaverðu rannsókn í morgun og birti helstu niðurstöður. Hér fyrir neðan fara nokkrar af þeim. - Meðalmiðaverð á ódýrustu miða fyrir stuðningsmann heimaliðs hefur lækkað um sex prósent milli tímabila, eða frá 30,95 pundum í 29,05 pund. 29,05 eru rúmar fjögur þúsund krónur íslenskar. - Hámarksmiðaverð á miða stuðningsmanna gestaliða hefur séð til þess að miðaverðið hefur lækkað um 37 prósent eða frá 46,44 pundum í 29,44 pund. - Aðeins fjórtán prósent miða hafa hækkað í ensku úrvalsdeildinni, 34 prósent miða eru ódýrari og 53 prósent miða kosta jafnmikið og í fyrra. - Þrjú félög hækkuðu ódýrasta miðann á leiki sína eða Burnley, Middlesbrough og Leicester. Hull City, Liverpool og Manchester City lækkuðu aftur á móti verðið á sínum ódýrustu miðum. - Meðalmiðaverð á ódýrasta ársmiðann í ensku úrvalsdeildinni er nú 480 pund eða 68 þúsund krónur en það er minna en árið 2013 þegar meðalmiðverð hans var 489 pund. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Loksins góðar fréttir fyrir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina. Miðaverð er að lækka frekar en hitt samkvæmt nýrri og ítarlegri rannsókn á peningaútgjöldum stuðningsmanna enskra fótboltaliða. „The Price of Football“ rannsóknin er sú viðamesta sem er gerð í evrópska knattspyrnuheiminum en skoðuð voru útgjöld stuðningsmanna 223 liða frá öllum hliðum. Gleðifréttirnar er að tveir þriðju af enskum fótboltafélögum hafa annaðhvort fryst eða lækkað miðaverð á leiki fyrir 2016-17 tímabilið. Athygli vekur hinsvegar að það getur nú verið dýrara að fara á leik í ensku b-deildinni og á leik í ensku úrvalsdeildinni. Aðalástæðan fyrir því er að liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa sett hámarksgjald á verð á miða fyrir stuðningsfólk aðkomuliða. Miðaverð fyrir stuðningsfólk gestanna má aldrei fara yfir 30 pund eða tæpar 4300 krónur. Hinn risastóri sjónvarpssamningur er að hjálpa til en nýr sjónvarpssamningur gaf ensku úrvalsdeildarliðinum 8,3 milljarða enskra punda eða mun meira en þúsund milljarða íslenskra króna. „Nýi sjónvarpssamningurinn sá til þess að liðin í ensku úrvalsdeildinni hefðu getað boðið öllum frítt á alla leiki og samt verið með meiri pening í höndunum en þau fengu í samningnum á undan,“ sagði Malcolm Clarke, formaður samtaka stuðningsmanna ensku fótboltafélaganna. Enska úrvalsdeildin lítur hinsvegar á sem svo að félögin séu að hlusta á aðdáendur sína og sjái nú til þess að allir geti séð leiki með sínum félögum. Ensku liðin eru aftur á móti að ná í meiri pening inn með því að hækka verða á treyjum liðanna og þá sérstaklega treyjum fyrir börnin. Kostnaður á þjónustu á leikvöngunum hefur einnig hækkað.BBC fór yfir þessa áhugaverðu rannsókn í morgun og birti helstu niðurstöður. Hér fyrir neðan fara nokkrar af þeim. - Meðalmiðaverð á ódýrustu miða fyrir stuðningsmann heimaliðs hefur lækkað um sex prósent milli tímabila, eða frá 30,95 pundum í 29,05 pund. 29,05 eru rúmar fjögur þúsund krónur íslenskar. - Hámarksmiðaverð á miða stuðningsmanna gestaliða hefur séð til þess að miðaverðið hefur lækkað um 37 prósent eða frá 46,44 pundum í 29,44 pund. - Aðeins fjórtán prósent miða hafa hækkað í ensku úrvalsdeildinni, 34 prósent miða eru ódýrari og 53 prósent miða kosta jafnmikið og í fyrra. - Þrjú félög hækkuðu ódýrasta miðann á leiki sína eða Burnley, Middlesbrough og Leicester. Hull City, Liverpool og Manchester City lækkuðu aftur á móti verðið á sínum ódýrustu miðum. - Meðalmiðaverð á ódýrasta ársmiðann í ensku úrvalsdeildinni er nú 480 pund eða 68 þúsund krónur en það er minna en árið 2013 þegar meðalmiðverð hans var 489 pund.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira