„Mikið að hugarfari leikmanna United þegar kemur að síðustu mínútum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2016 09:00 José Mourinho var ekki sá vinsælasti þegar hann setti stóra Belgann inn á. vísir/getty Manchester United gerði fimmta jafnteflið í röð í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það missti 1-0 forystu í 1-1 á síðustu mínútum gegn Everton. Marouane Fellaini, sem er að verða óvinsælasti leikmaður Manchester United, fékk á sig klaufalega vítaspyrnu sem Leighton Baines skoraði úr. José Mourinho hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að setja Belgann stóra inn á undir lok leiksins. Mourinho gerði lítið úr spurningum blaðamanna um þessa skiptingu á blaðamannafundi eftir leik og sagði Everton ekki lengur vera lið sem sendir boltann mikið heldur mun beinskeittara lið. Því vildi hann fá tveggja metra mann inn á til að hjálpa varnarlínunni. Jermaine Jenas, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, var spurður út í þessi ummæli og skiptingu Mourinho í þættinum Match of the Day 2 á sunnudaginn og hvort hann væri sammála Portúgalanum. „Algjörlega. Starf stjórans á hliðarlínunni er að reyna að reikna út hvað hann heldur að gerist í leiknum og hvernig hitt liðið getur gert honum erfitt fyrir. Ég var meira og minna sammála þegar Fellani var settur inn á. Mourinho vissi að hann ætti eftir að þurfa að verjast mikið af boltum inn á teiginn og föstum leikatriðum,“ sagði Jenas.David De Gea horfir á eftir boltanum í netinu.vísir/gettyTroy Deeney, framherji Watford, var gestur í þættinum og hann var spurður hvort ekki hefði verið betri að setja inn á þriðja miðvörðinn, Eric Bailly, sem er kannski betri í loftinu en Fellaini. „Mourinho talaði um á blaðamannafundinum að miðverðirnir sínir væru búnir að vera frábærir í síðustu leikjum og því vildi hann ekki rugga þeim báti. United stýrði leiknum algjörlega en missti bara af sigrinum,“ sagði Deeney. Manchester United er núna fjórum sinnum á leiktíðinni búið að fá á sig mark eftir 80. mínútu og missa af fullt af stigum en liðið er í sjötta sæti með 21 stig, níu stigum frá Meistaradeildarsæti og þrettán stigum frá toppnum. „Þetta er ekki sem þú býst við frá liði sem Mournho stýrir og hvað þá United-liði. Þess vegna er hann byrjaður að segja að United vinnur ekki titilinn á þessari leiktíð. Það er eitthvað mikið að hugarfari leikmanna United þegar kemur að síðustu mínútum leiksins,“ sagði Jermaine Jenas.Alla umræðuna má sjá hér. Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Manchester United gerði fimmta jafnteflið í röð í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það missti 1-0 forystu í 1-1 á síðustu mínútum gegn Everton. Marouane Fellaini, sem er að verða óvinsælasti leikmaður Manchester United, fékk á sig klaufalega vítaspyrnu sem Leighton Baines skoraði úr. José Mourinho hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að setja Belgann stóra inn á undir lok leiksins. Mourinho gerði lítið úr spurningum blaðamanna um þessa skiptingu á blaðamannafundi eftir leik og sagði Everton ekki lengur vera lið sem sendir boltann mikið heldur mun beinskeittara lið. Því vildi hann fá tveggja metra mann inn á til að hjálpa varnarlínunni. Jermaine Jenas, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, var spurður út í þessi ummæli og skiptingu Mourinho í þættinum Match of the Day 2 á sunnudaginn og hvort hann væri sammála Portúgalanum. „Algjörlega. Starf stjórans á hliðarlínunni er að reyna að reikna út hvað hann heldur að gerist í leiknum og hvernig hitt liðið getur gert honum erfitt fyrir. Ég var meira og minna sammála þegar Fellani var settur inn á. Mourinho vissi að hann ætti eftir að þurfa að verjast mikið af boltum inn á teiginn og föstum leikatriðum,“ sagði Jenas.David De Gea horfir á eftir boltanum í netinu.vísir/gettyTroy Deeney, framherji Watford, var gestur í þættinum og hann var spurður hvort ekki hefði verið betri að setja inn á þriðja miðvörðinn, Eric Bailly, sem er kannski betri í loftinu en Fellaini. „Mourinho talaði um á blaðamannafundinum að miðverðirnir sínir væru búnir að vera frábærir í síðustu leikjum og því vildi hann ekki rugga þeim báti. United stýrði leiknum algjörlega en missti bara af sigrinum,“ sagði Deeney. Manchester United er núna fjórum sinnum á leiktíðinni búið að fá á sig mark eftir 80. mínútu og missa af fullt af stigum en liðið er í sjötta sæti með 21 stig, níu stigum frá Meistaradeildarsæti og þrettán stigum frá toppnum. „Þetta er ekki sem þú býst við frá liði sem Mournho stýrir og hvað þá United-liði. Þess vegna er hann byrjaður að segja að United vinnur ekki titilinn á þessari leiktíð. Það er eitthvað mikið að hugarfari leikmanna United þegar kemur að síðustu mínútum leiksins,“ sagði Jermaine Jenas.Alla umræðuna má sjá hér.
Enski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira