Íslandsvinurinn er bestur á milli stanganna en De Gea er í veseni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2016 08:30 Tom Heaton hefur verið flottur í vetur. vísir/getty Tom Heaton, markvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni og samherji íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar, er besti markvörður úrvalsdeildarinnar á milli stanganna eins og sagt er ef marka má tölfræði Opta Stats. Opta raðaði markvöðum deildarinnar á lista eftir því hversu mörg mörk þeir ættu að vera búnir að fá á sig á tímabilinu sem er ný pæling í tölfræði fótboltamarkvarða. Þetta mikla og virta tölfræði fyrirtæki tók fyrir hvert einasta skot á markið í ensku úrvalsdeildinni til þessa og reiknaði út hversu líklegt það var að boltinn myndi enda í netinu. Þar var pælt í hversu fast var skotið, af hversu löngu færi, úr hversu þröngu færi og fleira en hvert skot fékk einkunn frá núll upp í einn. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Ef skot fékk 0,5 í einkunn þýddi það að helmingslíkur voru á að viðkomandi leikmaður hefði átt að skora með því. Með þessa tölfræði að vopni reiknaði Opta út hvaða markverðir eru að standa sig best á milli stanganna og verja skot sem annars hefðu átt að fara inn og þannig hreinlega að bjarga marki. Sem er jú vissulega starf markvarðanna. Íslands- og Messuvinurinn Tom Heaton, sem lærði sitthvað af handboltamarkvörðum, er sá besti miðað við þessa tölfræði en hann er aðeins búinn að fá á sig 19 mörk en ætti að vera búinn að fá á sig 24. Hann hefur varið 64 af 83 skotum á markið og er með 77 prósent hlutfallsmarkvörslu.Lee Grant hjá Stoke er í öðru sæti en þessi 33 ára gamli markvörður sem hefur komið svo skemmtilega á óvart eftir að leysa hinn meidda Jack Butland af ætti að vera búinn að fá á sig sextán mörk en er bara búinn að fá á sig fjórtán. David De Gea, markvörður Manchester United, sem er af mörgum talinn sá besti í deildinni ef ekki sá besti í heiminum, er einn 20 markvarða í úrvalsdeildinni í vetur sem er með neikvæðan árangur í þessum efnum. Samkvæmt þessari tölfræði Opta ætti spænski landsliðsmarkvörðurinn aðeins að vera búinn að fá sig tæplega fimmtán mörn er búinn að fá á sig sextán. Það þýðir að hann er að missa skot inn sem hann ætti að verja. David Marshall, markvörður Hull, er sá slakasti á milli stanganna. Hann ætti bara að vera búinn að fá á sig fjórtán mörk en þau eru 22 í heildina.Allan listann má sjá hér. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Tom Heaton, markvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni og samherji íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar, er besti markvörður úrvalsdeildarinnar á milli stanganna eins og sagt er ef marka má tölfræði Opta Stats. Opta raðaði markvöðum deildarinnar á lista eftir því hversu mörg mörk þeir ættu að vera búnir að fá á sig á tímabilinu sem er ný pæling í tölfræði fótboltamarkvarða. Þetta mikla og virta tölfræði fyrirtæki tók fyrir hvert einasta skot á markið í ensku úrvalsdeildinni til þessa og reiknaði út hversu líklegt það var að boltinn myndi enda í netinu. Þar var pælt í hversu fast var skotið, af hversu löngu færi, úr hversu þröngu færi og fleira en hvert skot fékk einkunn frá núll upp í einn. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Ef skot fékk 0,5 í einkunn þýddi það að helmingslíkur voru á að viðkomandi leikmaður hefði átt að skora með því. Með þessa tölfræði að vopni reiknaði Opta út hvaða markverðir eru að standa sig best á milli stanganna og verja skot sem annars hefðu átt að fara inn og þannig hreinlega að bjarga marki. Sem er jú vissulega starf markvarðanna. Íslands- og Messuvinurinn Tom Heaton, sem lærði sitthvað af handboltamarkvörðum, er sá besti miðað við þessa tölfræði en hann er aðeins búinn að fá á sig 19 mörk en ætti að vera búinn að fá á sig 24. Hann hefur varið 64 af 83 skotum á markið og er með 77 prósent hlutfallsmarkvörslu.Lee Grant hjá Stoke er í öðru sæti en þessi 33 ára gamli markvörður sem hefur komið svo skemmtilega á óvart eftir að leysa hinn meidda Jack Butland af ætti að vera búinn að fá á sig sextán mörk en er bara búinn að fá á sig fjórtán. David De Gea, markvörður Manchester United, sem er af mörgum talinn sá besti í deildinni ef ekki sá besti í heiminum, er einn 20 markvarða í úrvalsdeildinni í vetur sem er með neikvæðan árangur í þessum efnum. Samkvæmt þessari tölfræði Opta ætti spænski landsliðsmarkvörðurinn aðeins að vera búinn að fá sig tæplega fimmtán mörn er búinn að fá á sig sextán. Það þýðir að hann er að missa skot inn sem hann ætti að verja. David Marshall, markvörður Hull, er sá slakasti á milli stanganna. Hann ætti bara að vera búinn að fá á sig fjórtán mörk en þau eru 22 í heildina.Allan listann má sjá hér.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira