Íslandsvinurinn er bestur á milli stanganna en De Gea er í veseni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2016 08:30 Tom Heaton hefur verið flottur í vetur. vísir/getty Tom Heaton, markvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni og samherji íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar, er besti markvörður úrvalsdeildarinnar á milli stanganna eins og sagt er ef marka má tölfræði Opta Stats. Opta raðaði markvöðum deildarinnar á lista eftir því hversu mörg mörk þeir ættu að vera búnir að fá á sig á tímabilinu sem er ný pæling í tölfræði fótboltamarkvarða. Þetta mikla og virta tölfræði fyrirtæki tók fyrir hvert einasta skot á markið í ensku úrvalsdeildinni til þessa og reiknaði út hversu líklegt það var að boltinn myndi enda í netinu. Þar var pælt í hversu fast var skotið, af hversu löngu færi, úr hversu þröngu færi og fleira en hvert skot fékk einkunn frá núll upp í einn. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Ef skot fékk 0,5 í einkunn þýddi það að helmingslíkur voru á að viðkomandi leikmaður hefði átt að skora með því. Með þessa tölfræði að vopni reiknaði Opta út hvaða markverðir eru að standa sig best á milli stanganna og verja skot sem annars hefðu átt að fara inn og þannig hreinlega að bjarga marki. Sem er jú vissulega starf markvarðanna. Íslands- og Messuvinurinn Tom Heaton, sem lærði sitthvað af handboltamarkvörðum, er sá besti miðað við þessa tölfræði en hann er aðeins búinn að fá á sig 19 mörk en ætti að vera búinn að fá á sig 24. Hann hefur varið 64 af 83 skotum á markið og er með 77 prósent hlutfallsmarkvörslu.Lee Grant hjá Stoke er í öðru sæti en þessi 33 ára gamli markvörður sem hefur komið svo skemmtilega á óvart eftir að leysa hinn meidda Jack Butland af ætti að vera búinn að fá á sig sextán mörk en er bara búinn að fá á sig fjórtán. David De Gea, markvörður Manchester United, sem er af mörgum talinn sá besti í deildinni ef ekki sá besti í heiminum, er einn 20 markvarða í úrvalsdeildinni í vetur sem er með neikvæðan árangur í þessum efnum. Samkvæmt þessari tölfræði Opta ætti spænski landsliðsmarkvörðurinn aðeins að vera búinn að fá sig tæplega fimmtán mörn er búinn að fá á sig sextán. Það þýðir að hann er að missa skot inn sem hann ætti að verja. David Marshall, markvörður Hull, er sá slakasti á milli stanganna. Hann ætti bara að vera búinn að fá á sig fjórtán mörk en þau eru 22 í heildina.Allan listann má sjá hér. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Tom Heaton, markvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni og samherji íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar, er besti markvörður úrvalsdeildarinnar á milli stanganna eins og sagt er ef marka má tölfræði Opta Stats. Opta raðaði markvöðum deildarinnar á lista eftir því hversu mörg mörk þeir ættu að vera búnir að fá á sig á tímabilinu sem er ný pæling í tölfræði fótboltamarkvarða. Þetta mikla og virta tölfræði fyrirtæki tók fyrir hvert einasta skot á markið í ensku úrvalsdeildinni til þessa og reiknaði út hversu líklegt það var að boltinn myndi enda í netinu. Þar var pælt í hversu fast var skotið, af hversu löngu færi, úr hversu þröngu færi og fleira en hvert skot fékk einkunn frá núll upp í einn. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Ef skot fékk 0,5 í einkunn þýddi það að helmingslíkur voru á að viðkomandi leikmaður hefði átt að skora með því. Með þessa tölfræði að vopni reiknaði Opta út hvaða markverðir eru að standa sig best á milli stanganna og verja skot sem annars hefðu átt að fara inn og þannig hreinlega að bjarga marki. Sem er jú vissulega starf markvarðanna. Íslands- og Messuvinurinn Tom Heaton, sem lærði sitthvað af handboltamarkvörðum, er sá besti miðað við þessa tölfræði en hann er aðeins búinn að fá á sig 19 mörk en ætti að vera búinn að fá á sig 24. Hann hefur varið 64 af 83 skotum á markið og er með 77 prósent hlutfallsmarkvörslu.Lee Grant hjá Stoke er í öðru sæti en þessi 33 ára gamli markvörður sem hefur komið svo skemmtilega á óvart eftir að leysa hinn meidda Jack Butland af ætti að vera búinn að fá á sig sextán mörk en er bara búinn að fá á sig fjórtán. David De Gea, markvörður Manchester United, sem er af mörgum talinn sá besti í deildinni ef ekki sá besti í heiminum, er einn 20 markvarða í úrvalsdeildinni í vetur sem er með neikvæðan árangur í þessum efnum. Samkvæmt þessari tölfræði Opta ætti spænski landsliðsmarkvörðurinn aðeins að vera búinn að fá sig tæplega fimmtán mörn er búinn að fá á sig sextán. Það þýðir að hann er að missa skot inn sem hann ætti að verja. David Marshall, markvörður Hull, er sá slakasti á milli stanganna. Hann ætti bara að vera búinn að fá á sig fjórtán mörk en þau eru 22 í heildina.Allan listann má sjá hér.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira