Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 10:30 Marcus Rashford er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15
Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59
Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00