Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2016 20:52 Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári. vísir Júlí og ágúst eru heitustu mánuðir á jörðinni frá því mælingar hófust. Sérfræðingar Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna segja að það sem áður var talið afbrigðilegt veðurfar, sé komið til að vera. Brýnt sé að snúa þessari þróun við. Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári og hafi bæði Evrópumenn og íbúar Norður Ameríku verið að kafna úr hita í sumar. Á meginlandi Evrópu hefur hiti yfir þrjátíu gráðum verið viðvarandi undanfarnar vikur og það sama á við um aðrar heimsálfur. „Þetta var heitasti ágústmánuður sem skráður hefur verið og hann kemur í kjölfar júlímánaðar sem samkvæmt upplýsingum NASA er heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur verið mældur,“sagði Nullis. Þá hafi verið slegið enn eitt hitametið það sem af er árinu og Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna treysti sér til að fullyrða að árið í ár verði það heitasta á jörðinni frá því mælingar hófust. „Við höfum orðið vitni að óvenjulega miklum hita langtímum saman og þetta virðist ætla að verða hin nýja regla. Hið óvenjulega er ekki lengur óvenjulegt, það er að verða normið. Auk þessa methita slær nú magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu öll met og við sjáum mjög hátt hitastig sjávar sem hefur stuðlað að meiri kóraleyðingu en nokkru sinni fyrr,“ segir Nullis. Áhrifa loftslagsbreytinganna gætir um allan heim. Þannig hopar Grænlandsjökull hraðar en menn töldu sem og norðurskautsísinn og jöklar á Íslandi. Þetta mun valda hækkun sjávarborðs með ófyrirséðum afleiðingum á landslag víða um heim og um leið á þjóðfélög víða á jörðinni. Loftslagsbreytingarnar eru nú orðnar svo hraðar að það er raunveruleg hætta á að mannkynið missi af tækifærinu til að snúa þróuninni við með hörmulegum afleiðingum. „Þörfin á að staðfesta, og það sem er enn mikilvægara, að innleiða Parísarsamkomulagið er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Plánetan okkar sendir frá sér neyðarkall og við verðum að bregðast við, við verðum strax að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Clare Nullis. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Júlí og ágúst eru heitustu mánuðir á jörðinni frá því mælingar hófust. Sérfræðingar Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna segja að það sem áður var talið afbrigðilegt veðurfar, sé komið til að vera. Brýnt sé að snúa þessari þróun við. Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári og hafi bæði Evrópumenn og íbúar Norður Ameríku verið að kafna úr hita í sumar. Á meginlandi Evrópu hefur hiti yfir þrjátíu gráðum verið viðvarandi undanfarnar vikur og það sama á við um aðrar heimsálfur. „Þetta var heitasti ágústmánuður sem skráður hefur verið og hann kemur í kjölfar júlímánaðar sem samkvæmt upplýsingum NASA er heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur verið mældur,“sagði Nullis. Þá hafi verið slegið enn eitt hitametið það sem af er árinu og Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna treysti sér til að fullyrða að árið í ár verði það heitasta á jörðinni frá því mælingar hófust. „Við höfum orðið vitni að óvenjulega miklum hita langtímum saman og þetta virðist ætla að verða hin nýja regla. Hið óvenjulega er ekki lengur óvenjulegt, það er að verða normið. Auk þessa methita slær nú magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu öll met og við sjáum mjög hátt hitastig sjávar sem hefur stuðlað að meiri kóraleyðingu en nokkru sinni fyrr,“ segir Nullis. Áhrifa loftslagsbreytinganna gætir um allan heim. Þannig hopar Grænlandsjökull hraðar en menn töldu sem og norðurskautsísinn og jöklar á Íslandi. Þetta mun valda hækkun sjávarborðs með ófyrirséðum afleiðingum á landslag víða um heim og um leið á þjóðfélög víða á jörðinni. Loftslagsbreytingarnar eru nú orðnar svo hraðar að það er raunveruleg hætta á að mannkynið missi af tækifærinu til að snúa þróuninni við með hörmulegum afleiðingum. „Þörfin á að staðfesta, og það sem er enn mikilvægara, að innleiða Parísarsamkomulagið er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Plánetan okkar sendir frá sér neyðarkall og við verðum að bregðast við, við verðum strax að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Clare Nullis.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira