Áfrýjunardómstóll íþróttamála [e. CAS] í Lausanne hefur stytt afskiptabann Michel Platini frá knattspyrnu úr sex árum í fjögur. Þetta var tilkynnt í morgun.
Platini var upphaflega dæmdur í átta ára bann ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA, fyrir greiðslu sem Platini þáði frá FIFA árið 2011. Samkvæmt vitnisburði þeirra var greiðslan laun fyrir vinnu sem Platini vann fyrir FIFA nokkrum árum áður en engin gögn eru til sem styðja það.
Sjá einnig: Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með
Áfrýjunardómstóll FIFA stytti bannið í sex ár í desember en Platini kærði úrskurðinn til CAS sem úrskurðaði engu að síður að greiðlsan hafi verið ósanngjörn og hafi stuðlað að hagsmunaárekstrum.
Platini hefur vitanlega ekki getað starfað sem forseti Knattspyrnusambands Evrópu síðan að bannið tók gildi en í hans stað hefur Angel Maria Villar gegnt því starfi. Nú liggur fyrir að Platini muni formlega hætta sem forseti UEFA og nýr forseti kjörinn á næsta aðalþingi sambandsins.
Bann Platini stytt aftur | Hættir sem forseti UEFA

Tengdar fréttir

Platini: EM er barnið mitt og það er svívirðilegt að ég verð ekki með
Michel Platini má engin afskipti hafa af EM í Frakklandi í sumar, enda að taka út langt bann.

Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína
Segir að hann hafi talið allar sínar eignir fram þrátt fyrir að eiga aflandsfélag í Panama.

Platini harðorður: Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA
Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin.

Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag
Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum.