„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2016 13:00 Halla Tómasdóttir mælist með 1,7% fylgi í nýjustu könnun MMR. visir/stefán „Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
„Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira