Neyðarlögin ótímabundin Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. janúar 2016 07:00 Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, var á herskáu nótunum í viðtali í Davos. vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir ómögulegt að fella neyðarlög úr gildi fyrr en fullnaðarsigur hefur unnist á vígamönnum Íslamska ríkisins, DAISH-samtökunum svonefndu. „Við verðum að uppræta og útrýma DAISH í Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu,” sagði Valls í viðtali við BBC á alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Hann sagði alþjóðlegt stríð vera háð gegn hryðjuverkamönnum. „Á meðan ógnin er til staðar, þá verðum við að grípa til allra ráða,” sagði Valls og hélt því fram að stríð gegn hryðjuverkamönnum væri alheimsstríð: „Stríðið, sem við heyjum, þarf líka að vera altækt, hnattrænt og miskunnarlaust.” Neyðarlögin voru sett í kjölfar hryðjuverkanna í París í nóvember. Þau eiga að renna úr gildi 26. febrúar. Valls segir, í sama viðtali, nauðsynlegt að finna pólitíska lausn á ástandinu í Sýrlandi og Írak. En um leið þurfi Evrópusambandið að grípa strax til aðgerða til að verja ytri landamæri sín gegn þeim straumi flóttamanna, sem er að flýja styrjaldarástandið þar. „Ef Evrópa er ófær um að gæta landamæra sinna, þá er hugmyndin sjálf um Evrópu í húfi,” sagði Valls, og á strangt til tekið við Evrópusambandið þegar hann talar um Evrópu. Hann sagði auk þess vonlaust að Evrópuríki geti tekið við öllum sem flýja frá Sýrlandi og Írak. Það myndi grafa undan öllum stöðugleika í Evrópulöndum. Á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Evrópu, flestir frá Sýrlandi og flestir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið. Þúsundir drukknuðu í hafinu. Valls sagði, aðspurður, að hann teldi Angelu Merkel Þýskalandskanslara ekki hafa gert mistök þegar hún sagði flóttafólk velkomið til Þýskalands. Hins vegar hafi þessar yfirlýsingar hennar haft mikil áhrif. Flóttamannamálin voru helsta umræðuefnið í gær á fundi Merkel með Ahmed Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sem kom í heimsókn til Þýskalands. Davutoglu leggur áherslu á að Evrópusambandið útvegi Tyrkjum meira fé til þess að sinna flóttafólki í Tyrklandi. Meira en 2,5 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru í Tyrklandi. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir ómögulegt að fella neyðarlög úr gildi fyrr en fullnaðarsigur hefur unnist á vígamönnum Íslamska ríkisins, DAISH-samtökunum svonefndu. „Við verðum að uppræta og útrýma DAISH í Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu,” sagði Valls í viðtali við BBC á alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Hann sagði alþjóðlegt stríð vera háð gegn hryðjuverkamönnum. „Á meðan ógnin er til staðar, þá verðum við að grípa til allra ráða,” sagði Valls og hélt því fram að stríð gegn hryðjuverkamönnum væri alheimsstríð: „Stríðið, sem við heyjum, þarf líka að vera altækt, hnattrænt og miskunnarlaust.” Neyðarlögin voru sett í kjölfar hryðjuverkanna í París í nóvember. Þau eiga að renna úr gildi 26. febrúar. Valls segir, í sama viðtali, nauðsynlegt að finna pólitíska lausn á ástandinu í Sýrlandi og Írak. En um leið þurfi Evrópusambandið að grípa strax til aðgerða til að verja ytri landamæri sín gegn þeim straumi flóttamanna, sem er að flýja styrjaldarástandið þar. „Ef Evrópa er ófær um að gæta landamæra sinna, þá er hugmyndin sjálf um Evrópu í húfi,” sagði Valls, og á strangt til tekið við Evrópusambandið þegar hann talar um Evrópu. Hann sagði auk þess vonlaust að Evrópuríki geti tekið við öllum sem flýja frá Sýrlandi og Írak. Það myndi grafa undan öllum stöðugleika í Evrópulöndum. Á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Evrópu, flestir frá Sýrlandi og flestir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið. Þúsundir drukknuðu í hafinu. Valls sagði, aðspurður, að hann teldi Angelu Merkel Þýskalandskanslara ekki hafa gert mistök þegar hún sagði flóttafólk velkomið til Þýskalands. Hins vegar hafi þessar yfirlýsingar hennar haft mikil áhrif. Flóttamannamálin voru helsta umræðuefnið í gær á fundi Merkel með Ahmed Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sem kom í heimsókn til Þýskalands. Davutoglu leggur áherslu á að Evrópusambandið útvegi Tyrkjum meira fé til þess að sinna flóttafólki í Tyrklandi. Meira en 2,5 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru í Tyrklandi.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira