Enski boltinn

Upphitun: Jóhann Berg og félagar fá sjóðheita Watford-menn í heimsókn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lýkur með leik Burnley og Watford á Turf Moor í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn Watford koma væntanlega fullir sjálfstrausts til leiks eftir sigurinn góða á Manchester United í síðustu umferð.

Watford er í 11. sæti með sjö stig en Burnley í því sautjánda með aðeins fjögur stig.

Það verður spennandi að sjá hvort Jóhann Berg Guðmundsson fái tækifæri í byrjunarliði Burnley í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur leikið alla fimm deildarleiki Burnley til þessa á tímabilinu, þar af einn í byrjunarliði.

Leikur Burnley og Watford hefst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Strax eftir leikinn hefst Messan þar sem Gummi Ben og félagar gera 6. umferðina upp eins og þeim einum er lagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×