Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 09:00 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur átta einstaklingum sem grunaðir eru um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í á sjötta ár. Um er að ræða sex karlmenn og tvær konur. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en sá er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu.Þóttust starfa í byggingariðnaðiMálið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn við komu sína til landsins frá Venesúela árið 2010.vísir/anton brinkFlúði til VenesúelaRannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður höfuðpaur er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.Mynd frá lögreglunni í VenesúelaHugðist setja upp ræktunarstöð fyrir kannabisEinn þeirra sem ákærður er, rúmlega fertugur karlmaður, er með einn dóm á bakinu. Hann var árið 2010 dæmdur í sex mánuði í fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var gefið að sök að hafa í sölu- og dreifingarskyni ræktað sextán kannabisplöntur og fyrir að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Þá er fyrrverandi par jafnframt grunað um að aðild að málinu, ásamt einkaþjálfara og sölumanni, svo fátt eitt sé nefnt. Fólkið er á fertugs- og fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókn lögreglu árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma.Sagt var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2010, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45 Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40 Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur átta einstaklingum sem grunaðir eru um stórfelld skattalagabrot með því að hafa svikið allt að 300 milljónir króna af hinu opinbera. Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi og hefur verið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í á sjötta ár. Um er að ræða sex karlmenn og tvær konur. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en sá er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu.Þóttust starfa í byggingariðnaðiMálið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn við komu sína til landsins frá Venesúela árið 2010.vísir/anton brinkFlúði til VenesúelaRannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Grunaður höfuðpaur er Steingrímur Þór Ólafsson en hann hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir Steingrími að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur var eftirlýstur af Interpol vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafals, peningaþvætti og skattsvik. Hann var svo handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, að eigin sögn á leið sinni til Íslands. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimm daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum.Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.Mynd frá lögreglunni í VenesúelaHugðist setja upp ræktunarstöð fyrir kannabisEinn þeirra sem ákærður er, rúmlega fertugur karlmaður, er með einn dóm á bakinu. Hann var árið 2010 dæmdur í sex mánuði í fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var gefið að sök að hafa í sölu- og dreifingarskyni ræktað sextán kannabisplöntur og fyrir að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Þá er fyrrverandi par jafnframt grunað um að aðild að málinu, ásamt einkaþjálfara og sölumanni, svo fátt eitt sé nefnt. Fólkið er á fertugs- og fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókn lögreglu árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í skattsvikamáli hérlendis var í svokölluðu Vatnsberamáli þar sem skattsvikin námu 38 milljónum króna. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, var þá dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektargreiðslu. Dómurinn var sá þyngsti í málaflokknum á þeim tíma.Sagt var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2010, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45 Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40 Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. 30. september 2010 05:45
Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. 16. september 2010 18:40
Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í 13. október 2010 04:00