Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út 30. september 2010 05:45 Gæsluvarðhald Einn af fimm manns sem voru leiddir fyrir dómara í gær vegna kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu á gæsluvarðhaldi. Frettabladid/Valli Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Fréttir VSK-málið Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is
Fréttir VSK-málið Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira