Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik 13. október 2010 04:00 Kannabisverksmiðja Í verksmiðjunni sem fjórmenningarnir voru dæmdir fyrir að setja upp hefði verið hægt að rækta 600 plöntur í senn. Myndin er úr annarri samsvarandi verksmiðju. Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í málinu, sem situr í gæsluvarðhaldi í Venesúela. Þá er hann einnig talinn tengjast starfsmanni Ríkisskattstjóra sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna málsins, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í gær og á mánudag var fimm manns, tveimur konum og þremur karlmönnum, sleppt úr gæsluvarðhaldi. Í síðustu viku hafði einum manni einnig verið sleppt. Hópurinn var handtekinn í síðasta mánuði. Við húsleit fann lögreglan um ellefu kíló af hassi og fimm hundruð þúsund krónur í peningum heima hjá tveim þeirra, manni og konu, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sexmenningunum er sleppt nú þar sem þáttur þeirra í málinu er talinn liggja ljós fyrir. Fólkið hefur allt stöðu grunaðra í fjársvikunum. Sterkir þræðir eru taldir liggja til mannsins sem sætir gæsluvarðhaldi í Venesúela og bíður þess að verða framseldur hingað til lands. Hann er talinn hafa tekið við þeim 270 milljónum króna sem sviknar voru út í formi virðisaukaskatts. Jafnframt berast böndin að honum hvað varðar eignarhald á fíkniefnum og fjármunum sem fundust við húsleitina. Hann var því eftirlýstur hjá Interpol, sem leiddi til þess að hann var handtekinn þar sem hann var á leið til Frankfurt. Maðurinn sem situr enn inni vegna rannsóknar lögreglu var, ásamt þremur mönnum öðrum, dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir ræktun á sextán kannabisplöntum á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Jafnframt voru mennirnir dæmdir fyrir að hafa sett upp mjög stóra ræktunaraðstöðu fyrir allt að 600 kannabisplöntur. Lögreglan stöðvaði athæfið í maí á síðasta ári. Maðurinn sem skal sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag hafði umráð yfir bænum þar sem kannabisverksmiðjan hafði verið sett niður. Taldi dómurinn sannað að hann hefði fjármagnað kannabisverksmiðjuna á Austfjörðum á sínum tíma og haft veg og vanda af skipulagningu hennar. jss@frettabladid.is Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í málinu, sem situr í gæsluvarðhaldi í Venesúela. Þá er hann einnig talinn tengjast starfsmanni Ríkisskattstjóra sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna málsins, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í gær og á mánudag var fimm manns, tveimur konum og þremur karlmönnum, sleppt úr gæsluvarðhaldi. Í síðustu viku hafði einum manni einnig verið sleppt. Hópurinn var handtekinn í síðasta mánuði. Við húsleit fann lögreglan um ellefu kíló af hassi og fimm hundruð þúsund krónur í peningum heima hjá tveim þeirra, manni og konu, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sexmenningunum er sleppt nú þar sem þáttur þeirra í málinu er talinn liggja ljós fyrir. Fólkið hefur allt stöðu grunaðra í fjársvikunum. Sterkir þræðir eru taldir liggja til mannsins sem sætir gæsluvarðhaldi í Venesúela og bíður þess að verða framseldur hingað til lands. Hann er talinn hafa tekið við þeim 270 milljónum króna sem sviknar voru út í formi virðisaukaskatts. Jafnframt berast böndin að honum hvað varðar eignarhald á fíkniefnum og fjármunum sem fundust við húsleitina. Hann var því eftirlýstur hjá Interpol, sem leiddi til þess að hann var handtekinn þar sem hann var á leið til Frankfurt. Maðurinn sem situr enn inni vegna rannsóknar lögreglu var, ásamt þremur mönnum öðrum, dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir ræktun á sextán kannabisplöntum á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Jafnframt voru mennirnir dæmdir fyrir að hafa sett upp mjög stóra ræktunaraðstöðu fyrir allt að 600 kannabisplöntur. Lögreglan stöðvaði athæfið í maí á síðasta ári. Maðurinn sem skal sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag hafði umráð yfir bænum þar sem kannabisverksmiðjan hafði verið sett niður. Taldi dómurinn sannað að hann hefði fjármagnað kannabisverksmiðjuna á Austfjörðum á sínum tíma og haft veg og vanda af skipulagningu hennar. jss@frettabladid.is
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira