Manchester City og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Etihad í kvöld.
Cristiano Ronaldo lék ekki með Real Madrid vegna meiðsla og þá vantaði Yaya Touré í lið City.
Leikurinn í kvöld var fremur bragðdaufur en gestirnir voru nær því að skora.
Real Madrid setti City undir pressu síðustu 20 mínútur leiksins. Varamaðurinn Jese Rodríguez skallaði fyrirgjöf Dani Carvajal í slána á 71. mínútu og þremur mínútum siðar átti Gareth Bale ágætis skot framhjá.
Joe Hart kom svo í tvígang í veg fyrir að Real Madrid næði forystunni. Fyrst varði hann vel skalla frá Casemiro á 78. mínútu og enn betur þremur mínútum síðar þegar Pepe átti skot af stuttu færi.
Kevin De Bruyne komst næst því að skora fyrir City í uppbótartíma en Keylor Navas sló skot hans beint úr aukaspyrnu yfir markið.
Seinni leikurinn fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn í næstu viku.
Real-menn nær sigri án Ronaldo
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


