Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2016 09:44 Árásirnar voru gerðar við aðallestarstöðina í Köln. Vísir/AFP Fleiri hundruð manns komu saman í Köln í Þýskalandi í gærkvöld til að mótmæla þeim skipulögðu kynferðisárásum og rán sem beindust gegn konum í borginni á gamlárskvöld. Margir mótmælendanna kröfðust þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari grípi til aðgerða vegna málsins. „Frú Merkel! Hvar ertu? Þetta hræðir okkur!“ stóð á einu mótmælaskiltanna.Í frétt BBC kemur fram að Merkel hafi fordæmt ódæðisverkin og að gera þyrfti allt til að finna árásarmennina. Sjónarvottar og lögregla segja að árásarmennirnir, sem voru fleiri hundruð talsins, hafi verið af arabískum eða norður-afrískum uppruna. Stjórnmálaleiðtogar hafa lagt áherslu á að Þjóðverjar tengi ekki ofbeldisölduna við aukinn straum flóttafólks til landsins. Mótmælandi biðlar til Angelu Merkel Þýskalandskanslara.Vísir/AFPInnanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur tekið undir slíkt og segir að grunur ætti ekki að beinast sérstaklega að flóttafólki, að minnsta kosti ekki á þessu stigi rannsóknarinnar. „En ef árásarmennirnir voru frá Norður-Afríku, líkt og vísbendingar hafa verið um, þá á það ekki að vera eitthvert tabú eða vera nokkur ástæða til að fela það.“ Fréttir af árásinni hafa skekið Þýskaland síðustu daga, en fleiri hundruð ungra, ölvaðra manna réðust þar á konur í grennd við aðallestarstöð borgarinnar. Að minnsta kosti níutíu konur hafa tilkynnt um að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi ungra manna við lestarstöðina á gamlárskvöld. Að minnsta kosti einni var nauðgað og tugir til viðbótar áreittir kynferðislega. Lögreglustjórinn Wolfgang Albers segir að enginn hafi enn verið handtekinn vegna árásanna. „Við erum enn ekki með neina grunaða og við vitum ekki hverjir brotamennirnir eru. Það eina sem vitum er að lögregla á staðnum hafi sagt að fyrst og fremst hafi verið um unga menn á aldrinum átján til 35 ára af arabískum eða norður-afrískum uppruna að ræða.“ Hann lýsti árásunum sem „nýrri vídd af glæpum“. Borgarstjóri Kölnarborgar segir að gripið verði til sérstakra ráðstafana þegar kjötkveðjuhátíð borgarinnar fer fram í febrúar þar sem búist er við miklu fjölmenni. Tengdar fréttir Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Fleiri hundruð manns komu saman í Köln í Þýskalandi í gærkvöld til að mótmæla þeim skipulögðu kynferðisárásum og rán sem beindust gegn konum í borginni á gamlárskvöld. Margir mótmælendanna kröfðust þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari grípi til aðgerða vegna málsins. „Frú Merkel! Hvar ertu? Þetta hræðir okkur!“ stóð á einu mótmælaskiltanna.Í frétt BBC kemur fram að Merkel hafi fordæmt ódæðisverkin og að gera þyrfti allt til að finna árásarmennina. Sjónarvottar og lögregla segja að árásarmennirnir, sem voru fleiri hundruð talsins, hafi verið af arabískum eða norður-afrískum uppruna. Stjórnmálaleiðtogar hafa lagt áherslu á að Þjóðverjar tengi ekki ofbeldisölduna við aukinn straum flóttafólks til landsins. Mótmælandi biðlar til Angelu Merkel Þýskalandskanslara.Vísir/AFPInnanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur tekið undir slíkt og segir að grunur ætti ekki að beinast sérstaklega að flóttafólki, að minnsta kosti ekki á þessu stigi rannsóknarinnar. „En ef árásarmennirnir voru frá Norður-Afríku, líkt og vísbendingar hafa verið um, þá á það ekki að vera eitthvert tabú eða vera nokkur ástæða til að fela það.“ Fréttir af árásinni hafa skekið Þýskaland síðustu daga, en fleiri hundruð ungra, ölvaðra manna réðust þar á konur í grennd við aðallestarstöð borgarinnar. Að minnsta kosti níutíu konur hafa tilkynnt um að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi ungra manna við lestarstöðina á gamlárskvöld. Að minnsta kosti einni var nauðgað og tugir til viðbótar áreittir kynferðislega. Lögreglustjórinn Wolfgang Albers segir að enginn hafi enn verið handtekinn vegna árásanna. „Við erum enn ekki með neina grunaða og við vitum ekki hverjir brotamennirnir eru. Það eina sem vitum er að lögregla á staðnum hafi sagt að fyrst og fremst hafi verið um unga menn á aldrinum átján til 35 ára af arabískum eða norður-afrískum uppruna að ræða.“ Hann lýsti árásunum sem „nýrri vídd af glæpum“. Borgarstjóri Kölnarborgar segir að gripið verði til sérstakra ráðstafana þegar kjötkveðjuhátíð borgarinnar fer fram í febrúar þar sem búist er við miklu fjölmenni.
Tengdar fréttir Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36