Segja að loforð um þjóðarsamtal hafi verið svikið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2016 16:04 Deilt er um skipan samráðshóps vegna endurskoðunar búvörusamninga. Vísir Félag atvinnurekenda fer fram á það að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Félagið lítur svo á að loforð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar um þjóðarsamtal um mótun landbúnaðarstefnu til framtíðar hafi verið svikið. Hefur félagið sent ráðherra bréf þar sem þess er krafist að félagið fái sæti í samráðshópnum. Tilkynnt var um skipan hópsins í dag og voru ASÍ eða BSRB, Bændasamtök Íslands sem fær tvö fulltrúa, Neytendasamtökin, Samtök afurðarstöða og Samtök atvinnulífsins beðin um að tilnefna fulltrúa í starfshópinn.Í bréfinu er vísað til yfirlýsinga Jóns Gunnarssonar þar sem hann sagði að boðað yrði til þjóðarsamtals um heilbrigðan og sterkan íslenskan landbúnað til lengri tíma og að efnt yrði til víðtæks samráðs meðal neytenda, aðila vinnumarkaðarins og atvinnulífsins. Í bréfinu segir einnig að í samtölum Jóns við félagið hafi ítrekað komið fram að gert yrði ráð fyrir því að Félag atvinnurekenda myndi eiga aðild að samráðshópnum.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Allir með nema FA Bendir félagið á að samkvæmt 87. grein búvörulaga sé félagið lögbundinn umsagnaraðili um tillögur ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara ásamt Bændasamtökunum, Neytendasamtökunum og Samtökum verzlunar og þjónustu, sem eru aðildarsamtök Samtaka atvinnulífsins. Það liggi því fyrir að allir lögbundnir umsagnaraðilar samkvæmt búvörulögum munu eiga sæti í starfshópnum, nema Félag atvinnurekenda. „Í þessu ljósi veldur skipan starfshópsins Félagi atvinnurekenda verulegum vonbrigðum og getur félagið ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að loforðið um þjóðarsamtal hafi verið svikið,“ segir í bréfinu. Félag atvinnurekenda á enga aðild að Samtökum atvinnulífsins og gætir hagsmuna fyrirtækja sem flest hver standa utan þeirra samtaka. Telur félagið að það geti ekki talist góð stjórnsýsla að „halda mikilvægum hagsmunaaðila þannig utan við samráð, sem átti að stuðla að því að sem flest sjónarmið yrðu leidd saman.“ Þá segir í bréfinu að ljóst séð að verði hópurinn skipaður líkt og tillaga ráðherra gerir ráð fyrir muni ríkið og landbúnaðurinn eiga meirihluta í hópnum. „Sú gagnrýni, sem sett var fram af hálfu FA og margra annarra hagsmunasamtaka – og meirihluti atvinnuveganefndar tók mark á – var einmitt að ekki gengi að ríkið og landbúnaðurinn véluðu ein um mál sem varðaði jafnmikla fjármuni og jafnvíðtæka hagsmuni. Í þessu ljósi fer Félag atvinnurekenda fram á það við ráðherra að hann endurskoði ákvörðun sína um skipan starfshópsins,“ segir í bréfi félagsins til ráðherra. Búvörusamningar Tengdar fréttir Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. 29. ágúst 2016 15:07 Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. 29. ágúst 2016 14:17 Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50 Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Félag atvinnurekenda fer fram á það að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Félagið lítur svo á að loforð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar um þjóðarsamtal um mótun landbúnaðarstefnu til framtíðar hafi verið svikið. Hefur félagið sent ráðherra bréf þar sem þess er krafist að félagið fái sæti í samráðshópnum. Tilkynnt var um skipan hópsins í dag og voru ASÍ eða BSRB, Bændasamtök Íslands sem fær tvö fulltrúa, Neytendasamtökin, Samtök afurðarstöða og Samtök atvinnulífsins beðin um að tilnefna fulltrúa í starfshópinn.Í bréfinu er vísað til yfirlýsinga Jóns Gunnarssonar þar sem hann sagði að boðað yrði til þjóðarsamtals um heilbrigðan og sterkan íslenskan landbúnað til lengri tíma og að efnt yrði til víðtæks samráðs meðal neytenda, aðila vinnumarkaðarins og atvinnulífsins. Í bréfinu segir einnig að í samtölum Jóns við félagið hafi ítrekað komið fram að gert yrði ráð fyrir því að Félag atvinnurekenda myndi eiga aðild að samráðshópnum.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Allir með nema FA Bendir félagið á að samkvæmt 87. grein búvörulaga sé félagið lögbundinn umsagnaraðili um tillögur ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara ásamt Bændasamtökunum, Neytendasamtökunum og Samtökum verzlunar og þjónustu, sem eru aðildarsamtök Samtaka atvinnulífsins. Það liggi því fyrir að allir lögbundnir umsagnaraðilar samkvæmt búvörulögum munu eiga sæti í starfshópnum, nema Félag atvinnurekenda. „Í þessu ljósi veldur skipan starfshópsins Félagi atvinnurekenda verulegum vonbrigðum og getur félagið ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að loforðið um þjóðarsamtal hafi verið svikið,“ segir í bréfinu. Félag atvinnurekenda á enga aðild að Samtökum atvinnulífsins og gætir hagsmuna fyrirtækja sem flest hver standa utan þeirra samtaka. Telur félagið að það geti ekki talist góð stjórnsýsla að „halda mikilvægum hagsmunaaðila þannig utan við samráð, sem átti að stuðla að því að sem flest sjónarmið yrðu leidd saman.“ Þá segir í bréfinu að ljóst séð að verði hópurinn skipaður líkt og tillaga ráðherra gerir ráð fyrir muni ríkið og landbúnaðurinn eiga meirihluta í hópnum. „Sú gagnrýni, sem sett var fram af hálfu FA og margra annarra hagsmunasamtaka – og meirihluti atvinnuveganefndar tók mark á – var einmitt að ekki gengi að ríkið og landbúnaðurinn véluðu ein um mál sem varðaði jafnmikla fjármuni og jafnvíðtæka hagsmuni. Í þessu ljósi fer Félag atvinnurekenda fram á það við ráðherra að hann endurskoði ákvörðun sína um skipan starfshópsins,“ segir í bréfi félagsins til ráðherra.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. 29. ágúst 2016 15:07 Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. 29. ágúst 2016 14:17 Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50 Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. 29. ágúst 2016 15:07
Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30
Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. 29. ágúst 2016 14:17
Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50
Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30